Handbolti

Kristján og félagar unnu mikilvægan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Örn og félagar unnumikilvægan sigur í kvöld.
Kristján Örn og félagar unnumikilvægan sigur í kvöld. PAUC

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í Aix unnu mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 26-25.

Liðin eru í harðri baráttu um annað sæti deildarinnar, en stórveldið PSG er svo gott sem búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Kristján og félagar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og þeir leiddu með þrem mörkum þegar gengið var til búningsherbergja í stöðunni 13-10.

Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og heimamenn í Nantes kroppuðu í forskot gestanna. Kristján og félagar héldu þó út og unnu að lokum nauman eins marks sigur, 26-25.

Kristján skoraði tvö mörk fyrir Aix í kvöld. Liðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig eftir 24 leiki, aðeins einu stigi á eftir Nantes sem situr í öðru sæti. Bæði lið eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná toppliði PSG þegar sex umferðir eru eftir, en Parísarliðið hefur níu stiga forskot á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×