Körfubolti

Memp­his síðasta liðið inn í undan­úr­slitin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Memphis er komið áfram.
Memphis er komið áfram. David Berding/Getty Images

Memphis Grizzlies varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves 114-106. Það er nú ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar.

Staðan í einvíginu fyrir leik næturinnar var 3-2 Memphis í vil ljóst að sigur myndi fleyta Skógarbjörnunum áfram. Framan af leik var það hins vegar Minnesota sem var með yfirhöndina, það er þangað í síðasta fjórðung leiksins.

Þar héldu Skógarbjörnunum engin bönd og þeir röðuðu niður stigum, alls skoruðu leikmenn Memphis 40 stig í síðasta fjórðung leiksins og tókst þar með að snúa leiknum sér í hag. 

Lokatölur 114-106.

Dillon Brooks og Desmond Bane voru stigahæstir hjá Memphis með 23 stig. Þar á eftir kom Jaren Jackson Jr. með 18 stig og 14 fráköst. Ja Morant og Brandon Clarke skoruðu svo 17 stig ásamt því að Morant gaf 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst.

Hjá Minnesota var Anthony Edwards stigahæstur með 30 stig. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í undanúrslitum.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×