Viðskipti innlent

Ingunn tekur við af Sól­veigu Ásu hjá AFS

Atli Ísleifsson skrifar
Ingunn Ólafsdóttir.
Ingunn Ólafsdóttir. AFS

Ingunn Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri AFS á Íslandi.

Í tilkynningu segir að Ingunn muni bera ábyrgð á og hafa umsjón með daglegum rekstri skrifstofu AFS á Íslandi og sinna almannatengslum, markaðsmálum og kynningum, sem og samskiptum við alþjóðasamtök AFS og samstarfslönd.

„Ingunn er lögfræðingur að mennt, en hún útskrifaðist með embættispróf í lögum frá HÍ árið 1995. Í framhaldi lauk hún magister námi frá Goethe háskólanum í Frankfurt am Main í Þýskalandi.

Ingunn hefur víðtæka reynslu af mannauðsmálum og hefur starfað sem mannauðsstjóri í rúmlega 20 ár. Fyrst hjá Flugmálastjórn Íslands, sem svo varð að Flugstoðum. Flugstoðir breyttust í Isavia árið 2010 og í framhaldi sinnti Ingunn störfum lögfræðings Isavia. Þá færði hún sig um set til verkfræðistofunnar EFLU þar sem hún sinnti störfum mannauðsstjóra þar til hún færði sig um set til Þjóðkirkjunnar í starf mannauðsstjóra.

Ingunn tekur við af Sólveigu Ásu Tryggvadóttur sem er á leið í fæðingarorlof en hyggst ekki snúa til baka til AFS eftir að fæðingarorlofinu lýkur,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×