Ein sú besta snéri óvænt aftur fertug eftir sex ára fjarveru frá körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 14:30 Lauren Jackson lék lengi með ástralska landsliðinu og nú vilja sumir sjá hana spila aftur með landsliðinu á fimmtugsaldri. Getty/Stefan Postles Lauren Jackson var þrisvar sinnum kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar á sínum tíma og vann fjölda titla á sínum ferli, bæði í WNBA sem og heima í áströlsku deildinni. Flestir héldu þó að þeir væri búnir að sjá það síðasta frá leikmanninum Lauren Jackson. Annað hefur komið á daginn. Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008. Körfubolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008.
Körfubolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira