Ein sú besta snéri óvænt aftur fertug eftir sex ára fjarveru frá körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 14:30 Lauren Jackson lék lengi með ástralska landsliðinu og nú vilja sumir sjá hana spila aftur með landsliðinu á fimmtugsaldri. Getty/Stefan Postles Lauren Jackson var þrisvar sinnum kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar á sínum tíma og vann fjölda titla á sínum ferli, bæði í WNBA sem og heima í áströlsku deildinni. Flestir héldu þó að þeir væri búnir að sjá það síðasta frá leikmanninum Lauren Jackson. Annað hefur komið á daginn. Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008. Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008.
Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira