Golf

Dustin Johnson giftist dóttur Waynes Gretzky

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dustin Johnson og Paulina Gretzky fagna sigri Bandaríkjanna í Ryder bikarnum í fyrra.
Dustin Johnson og Paulina Gretzky fagna sigri Bandaríkjanna í Ryder bikarnum í fyrra. getty/Warren Little

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson gekk í það heilaga um helgina. Hann giftist þá unnustu sinni, Paulinu Gretzky.

Og jú, Paulina er dóttir Waynes Gretzky, besta íshokkíleikmanns sögunnar, og leikkonunnar Janet Jones.

Dustin og Paulina hafa verið lengi saman, trúlofuð síðan 2013 og eiga tvo syni saman. Þau létu loks pússa sig saman í Great Smoky Mountains í Tennessee um helgina.

Paulina er elsta barn Gretzkys og Jones, fædd í desember 1988. Gretzky var þá á sínu fyrsta tímabili með Los Angeles Kings.

Johnson, sem er 37 ára, hefur unnið tvö risamót á ferlinum (Opna bandaríska 2016 og Masters 2020), auk 24 móta á PGA-mótaröðinni. Hann var um tíma á toppi heimslistans í golfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.