Reggie Miller lét Ben Simmons heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 11:01 Ben Simmons mætir litríkur til leiks og situr á varamannabekk Brooklyn Nets í þessari úrslitakeppni en hann er ekkert að fara að klæða sig í keppnisbúning liðsins á næstunni eins og menn héldu um tíma. AP/John Minchillo Það er margir búnir að fá nóg af hrakfallasögu NBA-körfuboltamannsins Ben Simmons og nýjustu fréttirnar fóru illa í einn af mestu keppnismönnum sögunnar. Reggie Miller tókst aldrei að vinna NBA-titilinn en var nokkrum sinnum nálægt því. Hann spilaði allan ferilinn með Indiana Pacers og sýndi ávallt ótrúlegan sigurvilja á sínum farsæla ferli þótt að titilinn hafi aldrei komið í hús. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Miller var allt annað en ánægður með nýjustu fréttirnar af Ben Simmons sem hefur verið leikmaður Brooklyn Nets í marga mánuði en hefur enn ekki spilað með liðinu. Orðrómur um endurkomu Simmons hefur verið í gangi alla úrslitakeppnina og bandarískir fjölmiðlamenn þóttust vera búnir að hlera það að hann væri að fara að spila í leik fjögur. Nets tapaði hins vegar þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og er þvi einum tapleik frá sumarfríi. Eftir tap Nets í leiknum á laugardagskvöldið þá breyttist allt og nú komu fréttir um að Ben Simmons myndi ekki leika með Brooklyn í fjórða leiknum. Í síðasta leik hans datt hann út úr úrslitakeppninni með Philadelphia 76ers og átti þá á hættu að detta út úr úrslitakeppninni í tveimur leikjum í röð sem enginn hefur lent í frá því að úrslitakeppni NBA-deildarinnar var stofnuð. Þessar fréttir kölluðu á hörð viðbrögð frá Reggie Miller. „Ekki láta svona maður!!! Ekki með í leik fjögur þegar orðrómur var um að þú myndir spila þinn fyrsta leik. Þessi gæi er með núll prósent keppnisskap,“ skrifaði Reggie Miller á Twitter. „Það var smá von um að Nets gæti komið til baka í þessu einvígi. Þú ert með KD og Kyrie í liðinu og allt sem þarf er að vinna einn leik og meta stöðuna eftir það,“ skrifaði Miller á Twitter. Hann bætti við í myllumerki. „Sýndu karlmennsku,“ skrifaði Miller. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Reggie Miller tókst aldrei að vinna NBA-titilinn en var nokkrum sinnum nálægt því. Hann spilaði allan ferilinn með Indiana Pacers og sýndi ávallt ótrúlegan sigurvilja á sínum farsæla ferli þótt að titilinn hafi aldrei komið í hús. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Miller var allt annað en ánægður með nýjustu fréttirnar af Ben Simmons sem hefur verið leikmaður Brooklyn Nets í marga mánuði en hefur enn ekki spilað með liðinu. Orðrómur um endurkomu Simmons hefur verið í gangi alla úrslitakeppnina og bandarískir fjölmiðlamenn þóttust vera búnir að hlera það að hann væri að fara að spila í leik fjögur. Nets tapaði hins vegar þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og er þvi einum tapleik frá sumarfríi. Eftir tap Nets í leiknum á laugardagskvöldið þá breyttist allt og nú komu fréttir um að Ben Simmons myndi ekki leika með Brooklyn í fjórða leiknum. Í síðasta leik hans datt hann út úr úrslitakeppninni með Philadelphia 76ers og átti þá á hættu að detta út úr úrslitakeppninni í tveimur leikjum í röð sem enginn hefur lent í frá því að úrslitakeppni NBA-deildarinnar var stofnuð. Þessar fréttir kölluðu á hörð viðbrögð frá Reggie Miller. „Ekki láta svona maður!!! Ekki með í leik fjögur þegar orðrómur var um að þú myndir spila þinn fyrsta leik. Þessi gæi er með núll prósent keppnisskap,“ skrifaði Reggie Miller á Twitter. „Það var smá von um að Nets gæti komið til baka í þessu einvígi. Þú ert með KD og Kyrie í liðinu og allt sem þarf er að vinna einn leik og meta stöðuna eftir það,“ skrifaði Miller á Twitter. Hann bætti við í myllumerki. „Sýndu karlmennsku,“ skrifaði Miller. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira