Miami í toppmálum | Ingram og Morant öflugir er Pelicans og Grizzlies jöfnuðu metin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 07:30 Jimmy var magnaður í nótt. Michael Reaves/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Miami Heat er komið 2-0 yfir gegn Atlanta Hawks, New Orleans Pelicans jöfnuðu metin gegn toppliði Phoenix Suns og Memphis Grizzlies jöfnuðu einnig metin gegn Minnesota Timberwolves. Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira