Nýliðarnir ætla að endurtaka leikinn frá 2012 og skemma fullkomna endurkomu þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 13:30 Helena í baráttunni gegn Haukum í undanúrslitum. Vísir/Bára Dröfn Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í Ólafssal í kvöld þegar Haukar taka á móti Njarðvík. Fyrir ári síðan virtist var ekkert í kortunum sem benti til þess að þessi tvö lið myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2022. Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira