Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2022 11:45 Elon Musk við opnun nýrrar verksmiðju í Þýskalandi í mars. EPA/CHRISTIAN MARQUARDT Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 420 dalir á hlut var um tuttugu prósentum hærra en virði hlutabréfanna var á þessum tíma. Hann átti að hafa tryggt sér fjármögnun frá Sádi-Arabíu en aldrei varð af neinu slíku samkomulagi. Hluthafar höfðuðu mál gegn auðjöfrinum vegna tístanna en dómari hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Musk hafi logið. Sjá einnig: Musk íhugar að taka Tesla af markaði Réttarhöld eiga að fara fram í næsta mánuði en í nýjum dómsskjölum sem opinberuð voru á föstudagskvöld segir dómarinn í málinu að Musk hafi sýnt mikið gáleysi og hann hafi vitað að tístin væru röng. Musk hefur lýst yfir vilja til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter í heild sinni. Eftir tíst Musks árið 2018 voru viðskipti með hlutabréf Tesla stöðvuð en svo varð mikið flökt á verðmæti þeirra næstu vikurnar. Reuters hefur eftir Alex Spiro, lögmanni Musks og Tesla, að það hafi verið satt að Musk hafi verið að íhuga að taka Tesla af markaði. Nú væru einhverjir lögmenn að reyna að hagnast með því að höfða mál og aðrir væru að reyna að koma í veg fyrir að sannleikurinn kæmi í ljós og grafa undan málfrelsinu. Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna sektaði Musk fyrir tístin og samþykkti hann að lögmaður þyrfti að samþykkja birtingu einhverra tísta hans. Samkvæmt frétt CNBC er Musk nú að reyna að fá þetta samkomulag fellt niður. 420 er einnig notað sem kóði fyrir kannabisneyslu í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Musk sagði á ráðstefnu fyrr í vikunni að hann hefði verið þvingaður til að samþykkja skilmála Fjármálaeftirlitsins á sínum tíma. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa vitað af því að hann hefði í raun tryggt sér fjármögnun en bankar hefðu hótað því að gera Tesla gjaldþrota með því að loka á fjármögnun til fyrirtækisins ef hann yrði ekki við kröfum eftirlitsins. Á ráðstefnunni kallaði hann forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins drullusokka. Í frétt CNBC er sérstaklega bent á að það fari ekki saman að Musk segist hafa tryggt fjármögnun á sama tíma og hann segir að Tesla hefði getað verið gert gjaldþrota með því að bankar lokuðu á fjármögnun til fyrirtækisins. Tesla Bandaríkin Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
420 dalir á hlut var um tuttugu prósentum hærra en virði hlutabréfanna var á þessum tíma. Hann átti að hafa tryggt sér fjármögnun frá Sádi-Arabíu en aldrei varð af neinu slíku samkomulagi. Hluthafar höfðuðu mál gegn auðjöfrinum vegna tístanna en dómari hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Musk hafi logið. Sjá einnig: Musk íhugar að taka Tesla af markaði Réttarhöld eiga að fara fram í næsta mánuði en í nýjum dómsskjölum sem opinberuð voru á föstudagskvöld segir dómarinn í málinu að Musk hafi sýnt mikið gáleysi og hann hafi vitað að tístin væru röng. Musk hefur lýst yfir vilja til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter í heild sinni. Eftir tíst Musks árið 2018 voru viðskipti með hlutabréf Tesla stöðvuð en svo varð mikið flökt á verðmæti þeirra næstu vikurnar. Reuters hefur eftir Alex Spiro, lögmanni Musks og Tesla, að það hafi verið satt að Musk hafi verið að íhuga að taka Tesla af markaði. Nú væru einhverjir lögmenn að reyna að hagnast með því að höfða mál og aðrir væru að reyna að koma í veg fyrir að sannleikurinn kæmi í ljós og grafa undan málfrelsinu. Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna sektaði Musk fyrir tístin og samþykkti hann að lögmaður þyrfti að samþykkja birtingu einhverra tísta hans. Samkvæmt frétt CNBC er Musk nú að reyna að fá þetta samkomulag fellt niður. 420 er einnig notað sem kóði fyrir kannabisneyslu í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Musk sagði á ráðstefnu fyrr í vikunni að hann hefði verið þvingaður til að samþykkja skilmála Fjármálaeftirlitsins á sínum tíma. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa vitað af því að hann hefði í raun tryggt sér fjármögnun en bankar hefðu hótað því að gera Tesla gjaldþrota með því að loka á fjármögnun til fyrirtækisins ef hann yrði ekki við kröfum eftirlitsins. Á ráðstefnunni kallaði hann forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins drullusokka. Í frétt CNBC er sérstaklega bent á að það fari ekki saman að Musk segist hafa tryggt fjármögnun á sama tíma og hann segir að Tesla hefði getað verið gert gjaldþrota með því að bankar lokuðu á fjármögnun til fyrirtækisins.
Tesla Bandaríkin Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent