Viðskipti innlent

Sól­rún ráðin fram­kvæmda­stýra Veitna

Atli Ísleifsson skrifar
Sólrún Kristjánsdóttir.
Sólrún Kristjánsdóttir. Veitur

Stjórn Veitna hefur ráðið Sólrúnu Kristjánsdóttur í starf framkvæmdastýru Veitna og tekur hún formlega við starfinu 1. maí næstkomandi.

Í tilkynningu segir að Sólrún, sem sæe með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og Copenhagen Business School, gegni nú starfi framkvæmdastýru Mannauðs og menningar hjá OR og er varaformaður stjórnar Veitna.

„Sólrún hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004, fyrst sem starfsþróunarstjóri til ársins 2012 þegar hún tók við starfi mannauðsstjóra. Því starfi gegndi hún til ársins 2019 þegar hún varð framkvæmdastýra Mannauðs og menningar. 

Sólrún hefur setið í stjórn Veitna frá árinu 2016,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×