Viðskipti innlent

Opna Bæjarins beztu við Hlemm og hressa upp á út­lit 10-11

Atli Ísleifsson skrifar
Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, og Vífill Ingimarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar.
Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, og Vífill Ingimarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar. Aðsend

Bæjarins bestu pylsur hafa opnað stað inni í verslun 10-11 sem stendur á Laugavegi við Hlemm. Opnun staðarins í versluninni, auk nýs staðar Sbarro á sama stað, kemur á sama tíma og Orkan, sem rekur verslanir 10-11, hefur gert breytingar á útliti verslananna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. Þar er haft eftir Vífli Ingimarssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Orkunnar, að verslunin hafi verið lokuð síðustu vikurnar vegna framkvæmda þar sem breytingar hafi verið gerðar á innréttingum, baksvæði og tækjabúnaði.

Sömuleiðis hafi verið hannað nýtt útlit fyrir verslanir 10-11 og markaðsefni þar sem litapallettan hefur verið uppfærð.

„Við bætum við dökkgrænum og einkennandi lit en höldum samt alltaf í lime græna litinn sem hefur verið einkennandi fyrir verslanir 10-11 í áratugi,“ er haft eftir Brynju Guðjónsdóttur markaðsstjóra. Hún segir að næst verði unnið að endurbótum á versluninni í Austurstræti.

Verslunum 10-11 hefur fækkað mikið á síðustu árum og eru þær nú þrjár eftir – á Laugavegi, Austurstræti og svo í komusal Keflavíkurflugvallar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.