Heyrir einhver ákallið? Sandra B. Franks skrifar 7. apríl 2022 11:30 Hvað eru um 6.000 milljarðar króna og er til fimm ára? Það er glæný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var mælt fyrir á Alþingi í vikunni. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Þegar rýnt er í gögnin sjáum við að Covid-samdrátturinn var minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur eru mun jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Gott mál. Skoðum svo aðeins hvað mælist ítrekað sem mikilvægasta málefnið í hugum landsmanna? Það eru heilbrigðismálin enda taka þau stærstu sneið ríkisútgjaldanna. En hvað segir nýja fjármálaáætlun stjórnvalda um þróun útgjalda í heilbrigðismálin? Nær ekki að halda í fjölgun og öldrun Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 er á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning nær hins vegar ekki að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Þá má fastlega gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há næstu árin en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Það sem vekur einnig athygli er að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar lækka útgjöldin til heilbrigðismála um 2 prósentustig á milli ára! Af hverju er lækkun þá? Því til viðbótar kemur það eflaust mörgum á óvart að framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækka beinlínis næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Árið 2019 námu heilbrigðisútgjöld vegna þeirra sem voru 65 ára og eldri 48% af öllum heilbrigðisútgjöldum hins opinbera. Fólk í þessum aldurshópi var þó einungis 14,2% mannfjöldans. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar hlutfallslega þeim íbúum sem glíma við heilsufarsvanda af einhverju tagi og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Núna eru um 48.500 íbúar eldri en 67 ára og þeim fjölgar um tæp 10.000 á næstu fimm árum. Í skýrslu um langtímahorfur í opinberum fjármálum kemur fram að vegna lýðfræðilegrar þróunar, fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar þarf hækkun á heildarútgjöldum til heilbrigðismála að vera um 50% á föstu verðlagi á næstu þremur áratugum ef viðhalda á óbreyttu þjónustustigi. Vandinn blasir við Það liggur fyrir að Landspítalinn hefur þurft að loka rýmum vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, auk þess sem umtalsverður hluti þessara stétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum. Einnig hefur verið vandamál að hluti þessara heilbrigðisstétta, hverfur frá starfinu fáum árum eftir útskrift. Þá heyrum við ítrekað ákall heilbrigðisstétta um „neyðarástand á bráðamóttökunni“ og „mikið álag sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu“. Þessu til viðbótar kemur skýrt fram í umræddri fjármálaáætlun að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og þá þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að „heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir“ og að „huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk.“ Þá stendur sérstaklega í plagginu að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks.“ Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju sjáum við það ekki endurspeglast í tölum fjármálaáætlunarinnar. Af hverju sjáum við þetta ekki í launaseðlum sjúkraliða? Af hverju sjáum við þetta ekki í þeim viðræðum sem núna eru í gangi um stofnanasamninga sjúkraliða? Hvað er málið? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Hvað eru um 6.000 milljarðar króna og er til fimm ára? Það er glæný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var mælt fyrir á Alþingi í vikunni. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Þegar rýnt er í gögnin sjáum við að Covid-samdrátturinn var minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur eru mun jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Gott mál. Skoðum svo aðeins hvað mælist ítrekað sem mikilvægasta málefnið í hugum landsmanna? Það eru heilbrigðismálin enda taka þau stærstu sneið ríkisútgjaldanna. En hvað segir nýja fjármálaáætlun stjórnvalda um þróun útgjalda í heilbrigðismálin? Nær ekki að halda í fjölgun og öldrun Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 er á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning nær hins vegar ekki að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Þá má fastlega gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há næstu árin en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Það sem vekur einnig athygli er að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar lækka útgjöldin til heilbrigðismála um 2 prósentustig á milli ára! Af hverju er lækkun þá? Því til viðbótar kemur það eflaust mörgum á óvart að framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækka beinlínis næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Árið 2019 námu heilbrigðisútgjöld vegna þeirra sem voru 65 ára og eldri 48% af öllum heilbrigðisútgjöldum hins opinbera. Fólk í þessum aldurshópi var þó einungis 14,2% mannfjöldans. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar hlutfallslega þeim íbúum sem glíma við heilsufarsvanda af einhverju tagi og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Núna eru um 48.500 íbúar eldri en 67 ára og þeim fjölgar um tæp 10.000 á næstu fimm árum. Í skýrslu um langtímahorfur í opinberum fjármálum kemur fram að vegna lýðfræðilegrar þróunar, fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar þarf hækkun á heildarútgjöldum til heilbrigðismála að vera um 50% á föstu verðlagi á næstu þremur áratugum ef viðhalda á óbreyttu þjónustustigi. Vandinn blasir við Það liggur fyrir að Landspítalinn hefur þurft að loka rýmum vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, auk þess sem umtalsverður hluti þessara stétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum. Einnig hefur verið vandamál að hluti þessara heilbrigðisstétta, hverfur frá starfinu fáum árum eftir útskrift. Þá heyrum við ítrekað ákall heilbrigðisstétta um „neyðarástand á bráðamóttökunni“ og „mikið álag sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu“. Þessu til viðbótar kemur skýrt fram í umræddri fjármálaáætlun að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og þá þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að „heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir“ og að „huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk.“ Þá stendur sérstaklega í plagginu að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks.“ Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju sjáum við það ekki endurspeglast í tölum fjármálaáætlunarinnar. Af hverju sjáum við þetta ekki í launaseðlum sjúkraliða? Af hverju sjáum við þetta ekki í þeim viðræðum sem núna eru í gangi um stofnanasamninga sjúkraliða? Hvað er málið? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun