Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2022 21:25 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Foto: Vilhelm Gunnarsson Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna. „Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira
„Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira