Golf

Slegið í gegn: Komdu þér í gang fyrir golfsumarið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Egill Ploder, Dagur Snær og Arnhildur Anna verða áberandi í þáttunum.
Egill Ploder, Dagur Snær og Arnhildur Anna verða áberandi í þáttunum.

Í dag hefur göngu sína á Vísi golfþátturinn „Slegið í gegn“ en í þáttunum er farið yfir helstu mistök kylfingsins og honum kennt hvernig hægt sé að bæta leik sinn.

Kylfingurinn Dagur Snær og PGA-golfkennarinn Snorri Páll sjá um sýnikennsluna og sjá áhorfendum fyrir heimaæfingum.

Í lok þáttanna er fylgst með útvarpsmanninum Agli Ploder og kraftlyftingarkonunni Arnhildi Önnu þar sem þau reyna að bæta sinn leik. Fjölmiðlamaðurinn geðþekki Rikki G sér um þjálfun Egils en Dagur Snær verður Arnhildi innan handar.

Klippa: Slegið í gegn: 1. þáttur

Slegið í gegn koma út á miðvikudögum næstu mánuði. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.