Neytendur

Borgarstjóri lofar einni til tveimur Vínbúðum í miðbænum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Borgarstjóri fullyrðir að Vínbúðin í Austurstræti verði áfram. Hverfi hún verði opnaðar tvær nýjar minni verslanir í staðinn.
Borgarstjóri fullyrðir að Vínbúðin í Austurstræti verði áfram. Hverfi hún verði opnaðar tvær nýjar minni verslanir í staðinn. Vísir/Kolbeinn Tumi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fullyrðir að áfram verði verslun á vegum ÁTVR í miðborg Reykjavíkur. Vínbúðinni í Austurstræti verði ekki lokað nema ein til tvær aðrar minni verslanir hafi verið opnaðar í miðbænum.

Dagur greinir frá þessu á Twitter í aðdraganda opins íbúafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld.

„Töluverð umræða skapaðist eftir að ÁTVR augýsti eftir nýju húsnæði á miðborgarsvæðinu og kynnt var að staðsetning á Grandanum væri metin álitlegust út frá gefnum forsendum, m.a. um stóra verslun. Fjölmargir bentu á að það þyrfti verslun í miðborginni áfram ef þetta yrði,“ segir borgarstjóri.

Fjölmargir voru afar ósáttir við að ekki yrði lengur Vínbúð í göngufæri fyrir íbúa miðbæjarins. 

Þá var fjallað um viðbrögð miðborgarbúa á Vísi þegar nýja staðsetningin var kynnt í nóvember

„Á fundi með forstjóra ÁTVR handsöluðum við að búðin í Austurstræti myndi ekki loka þrátt fyrir að samningar næðust á Grandanum. Upplýsti hann að ef Austurstrætinu yrði lokað yrði auglýst eftir 1-2 vel staðsettum en minni verslunum á miðborgarsvæðinu til að koma í staðinn.“

Dagur er ánægður með niðurstöðuna og segist vel geta séð fyrir sér tvær minnir verslanir. Hann er með mögulega staðsetningu í huga.

„Önnur á svæðinu Lækjartorg/Hafnartorg og hin á Hlemmsvæðinu sem myndi koma til móts við þann stóra fjölda fólks sem býr og vinnur á þessu svæði eða er þar sem ferðamenn.“


Tengdar fréttir

Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti

ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.