Viðskipti innlent

34 sagt upp í einu hóp­upp­sögn í mars­mánuðar

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta er önnur tilkynningin um hópuppsögn það sem af er ári.
Þetta er önnur tilkynningin um hópuppsögn það sem af er ári. Vísir/Vilhelm

Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í mars þar sem 34 starfsmönnum var sagt upp störfum í fræðslustarfsemi.

Frá þessu segir á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir ennfremur að gert sé ráð fyrir því að annar rekstraraðili taki við starfseminni og reksturinn muni því halda áfram með sama starfsmannafjölda.

Þetta er önnur tilkynningin um hópuppsögn sem berst stofnuninni á árinu, en sú fyrsta var í janúar þegar 27 var sagt upp á hótelinu Reykjavík Edition.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×