Kia Niro EV efstur hjá J.D. Power Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. apríl 2022 07:01 Kia e-Niro Kia eigendur völdu Kia Niro besta bílinn annað árið í röð í áreiðanleikakönnun J.D. Power fyrir eigendur rafbíla. Yfir 8 þúsund bandarískir rafbílaeigendur tóku þátt í könnuninni. Kia Niro EV varð efstur yfir fjöldaframleidda bíla í þessum flokki og er þetta annað árið í röð sem bíllinn fær þessi eftirsóttu verðlaun. Eigendur Kia Niro EV voru sérlega ánægðir með góða drægni bílsins á rafmagni, lágan viðhaldskostnað, sem og hönnun og aksturseiginleika bílsins. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-rásinni What Car? um Kia e-Niro. Niro hefur selst í 1275 eintökum hérlendis. Þar af eru 503 bílar í hreinni rafútgáfu. Fyrstu rafbílarnir af Niro gerð komu árið 2019 til landsins. Kia Niro hefur spilað stórt hlutverk í rafbílavæðingu Kia. Kia Niro EV hefur verið mest seldi rafbíll Kia síðan hann kom á markað árið 2017 og hefur drægni hans verið aukin jafnt og þétt á þeim tíma. Niro EV hefur verið vinsæll og fengið mikið lof fyrir áreiðanleika, góða drægni og aksturseiginleika. Vistvænir bílar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent
Yfir 8 þúsund bandarískir rafbílaeigendur tóku þátt í könnuninni. Kia Niro EV varð efstur yfir fjöldaframleidda bíla í þessum flokki og er þetta annað árið í röð sem bíllinn fær þessi eftirsóttu verðlaun. Eigendur Kia Niro EV voru sérlega ánægðir með góða drægni bílsins á rafmagni, lágan viðhaldskostnað, sem og hönnun og aksturseiginleika bílsins. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-rásinni What Car? um Kia e-Niro. Niro hefur selst í 1275 eintökum hérlendis. Þar af eru 503 bílar í hreinni rafútgáfu. Fyrstu rafbílarnir af Niro gerð komu árið 2019 til landsins. Kia Niro hefur spilað stórt hlutverk í rafbílavæðingu Kia. Kia Niro EV hefur verið mest seldi rafbíll Kia síðan hann kom á markað árið 2017 og hefur drægni hans verið aukin jafnt og þétt á þeim tíma. Niro EV hefur verið vinsæll og fengið mikið lof fyrir áreiðanleika, góða drægni og aksturseiginleika.
Vistvænir bílar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent