Kom verulega á óvart að Isavia skyldi vísa Joe & the Juice á dyr Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 16:24 Níu mismundandi Joe & the Juice staðir eru í rekstri hér á landi. Joe & the Juice Það kom forsvarsmönnum Joe & the Juice í opna skjöldu að Isavia hafi tekið ákvörðun um að halda ekki áfram með sambærilegan rekstur í Leifsstöð en keðjan hefur selt veitingar á flugvellinum frá árinu 2015. Samningur fyrirtækisins rennur út um næstu áramót. Greint var frá því í morgun breytingar væru fram undan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð og að veitingastöðunum Nord, Loksins og Joe & the Juice yrði lokað þegar breytingarnar koma til framkvæmda. Þá stendur til að bjóða út rekstur tveggja veitingastaða á hæðinni. Rekstraraðilar Joe & the Juice segja að þeir hafi vitað að útboð væri fram undan en ekki verið meðvitaðir um að ekki stæði til að halda áfram með sambærilegan rekstur líkt og fram komi í nýbirtum útboðsgögnum Isavia. „Joe & the Juice hefur um árabil verið lang vinsælasti veitingastaðurinn á vellinum. Sé horft til skoðanakannana sem ISAVIA hefur framkvæmt er ljóst að vöruframboð og þjónusta Joe & the Juice passar nær fullkomlega við óskir ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Ákvörðun um að sækjast eftir annarskonar veitingum kom okkur því verulega á óvart,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe Ísland ehf., í tilkynningu. Þykir félaginu það einkennileg nálgun að úthýsa vöru og þjónustu með þessum hætti í stað þess að bæta frekar við öðrum valmöguleikum. Vilja tvo ólíka staði „Dagurinn hefur farið í að ræða við samstarfsaðila og starfsfólk en við höfum einnig fengið fjöldann allan af skilaboðum frá viðskiptavinum sem lásu um þetta í fjölmiðlum í morgun. Joe mun starfa óbreytt fram til áramóta og bjóðum við alla velkomna til okkar. Í kjölfarið munum við skoða alla möguleika sem bjóðast á Keflavíkurvelli enda ljóst að mikil eftirspurn er eftir okkar vörum og þjónustu þar,“ segir Agla að lokum. Á vef Isavia segir að auglýst sé eftir reynslumiklum rekstraraðila til að reka saman tvo ólíka veitingastaði. Annar staðurinn verði stór og þurfi að ná til breiðs hóps af fólki, bæði þeirra sem séu að flýta sér og þeirra sem hafi lengri tíma. Hinn staðurinn verði smærri og þar horft til afslappaðrar stemningar og veitingaúrvalið tengt við skandinavíska matargerð. Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Greint var frá því í morgun breytingar væru fram undan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð og að veitingastöðunum Nord, Loksins og Joe & the Juice yrði lokað þegar breytingarnar koma til framkvæmda. Þá stendur til að bjóða út rekstur tveggja veitingastaða á hæðinni. Rekstraraðilar Joe & the Juice segja að þeir hafi vitað að útboð væri fram undan en ekki verið meðvitaðir um að ekki stæði til að halda áfram með sambærilegan rekstur líkt og fram komi í nýbirtum útboðsgögnum Isavia. „Joe & the Juice hefur um árabil verið lang vinsælasti veitingastaðurinn á vellinum. Sé horft til skoðanakannana sem ISAVIA hefur framkvæmt er ljóst að vöruframboð og þjónusta Joe & the Juice passar nær fullkomlega við óskir ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Ákvörðun um að sækjast eftir annarskonar veitingum kom okkur því verulega á óvart,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe Ísland ehf., í tilkynningu. Þykir félaginu það einkennileg nálgun að úthýsa vöru og þjónustu með þessum hætti í stað þess að bæta frekar við öðrum valmöguleikum. Vilja tvo ólíka staði „Dagurinn hefur farið í að ræða við samstarfsaðila og starfsfólk en við höfum einnig fengið fjöldann allan af skilaboðum frá viðskiptavinum sem lásu um þetta í fjölmiðlum í morgun. Joe mun starfa óbreytt fram til áramóta og bjóðum við alla velkomna til okkar. Í kjölfarið munum við skoða alla möguleika sem bjóðast á Keflavíkurvelli enda ljóst að mikil eftirspurn er eftir okkar vörum og þjónustu þar,“ segir Agla að lokum. Á vef Isavia segir að auglýst sé eftir reynslumiklum rekstraraðila til að reka saman tvo ólíka veitingastaði. Annar staðurinn verði stór og þurfi að ná til breiðs hóps af fólki, bæði þeirra sem séu að flýta sér og þeirra sem hafi lengri tíma. Hinn staðurinn verði smærri og þar horft til afslappaðrar stemningar og veitingaúrvalið tengt við skandinavíska matargerð.
Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira