Viðskipti innlent

Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifs­stöð

Atli Ísleifsson skrifar
Loksins bar opnaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2015.
Loksins bar opnaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2015. Loksins

Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag.

Í kynningargögnum útboðsins segir að veitingastöðunum Nord og Joe and the Juice verði lokað þegar breytingarnar koma til framkvæmda, auk barsins Loksins þar sem ófáir hafa fengið sér drykk fyrir brottför.

Frá þessu segir í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að tvö veitingarými verði boðin út saman og þá verði einnig boðið að taka að sér þriðja veitingarýmið annars staðar í flugstöðinni. Ennfremur muni bókaverslun Pennans flytja í annað rými í flugstöðinni.

Samið verður um veitingarýmin til fimm ára með möguleika á framlengingu til eins til tveggja ára.

Á vef Isavia segir að veitingastaðirnir tveir verði með ólíku sniði og nálgun en reknir af sama rekstraraðila. „Mikilvægt er að rekstraraðilar sem taka þátt í útboðinu hafi víðtæka reynslu af rekstri veitingahúsa og veiti hágæðaþjónustu í lifandi umhverfi.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×