Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2022 14:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að komi til aðgerða vegna verðbólguþróunnar muni þær beinast að tekjulægstu heimilum landsins. Fari bensínverð í hæstu hæðir sé þó ekki útilokað að stjórnvöld grípi inn í. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á eldsneyti en í síðustu viku fór verð á bensínlítranum upp í um og yfir 300 krónur. Hinir ýmsu stigu fram og hvöttu stjórnvöld til að lækka álögur á bensín tímabundið til að koma í veg fyrir verðbólguskot þar á meðal Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hvatti enn á ný stjórnvöld í vikunni en heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkaði þó aðeins í þessari viku. Þá hafa ýmsar hrávörur hækkað mikið undanfarnar vikur vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í nýrri verðbólguspá Landsbankans kemur fram að búist sé við 6,8% verðbólgu í þessum mánuði og hækkun um 1% milli mánaða. Mikil óvissa sé um þróun olíuverðs, fasteignaverðs og gengi krónunnar. Þá hafi verðbólga í helstu viðskiptalöndum í sumum tilfellum ekki verið hærri í nokkra áratugi. Það muni skila sér hingað til lands í meiri verðbólgu á innfluttum vörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fyrst og fremst sé horft til sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópanna nú vegna verðbólguþróunarinnar. „Ríkisstjórnin hefur rætt um mögulegar aðgerðir vegna verðbólgu en við erum ekki komin með mótaðar tillögur í því efni. Verðbólgan mun alltaf fyrst bitna á tekjulægstu heimilunum. Þess vegna er ég frekar þeirrar skoðunar að við kæmum fyrst með sérsniðnar lausnir fyrir þau heimili ef við kæmum með einhvers konar aðgerðir. Ef við færum í þá almennu aðgerð að slá niður álögur á eldsneyti þá væri það tiltölulega dýrt og myndi ekki ná til þeirra sem hafa minnst milli handanna heldur myndi hún fara þvert yfir samfélagið og við værum að kosta miklu til,“ segir hann. Haldi eldsneytisverð áfram að hækka mikið útilokar Bjarni þó ekki inngrip. „Á þessari stundu er ekki að koma fram tillaga um að draga úr álögum á eldsneyti en það kann að vera að ef mál þróast á versta veg að eitthvað slíkt kæmi til álita síðar,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Neytendur Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á eldsneyti en í síðustu viku fór verð á bensínlítranum upp í um og yfir 300 krónur. Hinir ýmsu stigu fram og hvöttu stjórnvöld til að lækka álögur á bensín tímabundið til að koma í veg fyrir verðbólguskot þar á meðal Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hvatti enn á ný stjórnvöld í vikunni en heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkaði þó aðeins í þessari viku. Þá hafa ýmsar hrávörur hækkað mikið undanfarnar vikur vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í nýrri verðbólguspá Landsbankans kemur fram að búist sé við 6,8% verðbólgu í þessum mánuði og hækkun um 1% milli mánaða. Mikil óvissa sé um þróun olíuverðs, fasteignaverðs og gengi krónunnar. Þá hafi verðbólga í helstu viðskiptalöndum í sumum tilfellum ekki verið hærri í nokkra áratugi. Það muni skila sér hingað til lands í meiri verðbólgu á innfluttum vörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fyrst og fremst sé horft til sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópanna nú vegna verðbólguþróunarinnar. „Ríkisstjórnin hefur rætt um mögulegar aðgerðir vegna verðbólgu en við erum ekki komin með mótaðar tillögur í því efni. Verðbólgan mun alltaf fyrst bitna á tekjulægstu heimilunum. Þess vegna er ég frekar þeirrar skoðunar að við kæmum fyrst með sérsniðnar lausnir fyrir þau heimili ef við kæmum með einhvers konar aðgerðir. Ef við færum í þá almennu aðgerð að slá niður álögur á eldsneyti þá væri það tiltölulega dýrt og myndi ekki ná til þeirra sem hafa minnst milli handanna heldur myndi hún fara þvert yfir samfélagið og við værum að kosta miklu til,“ segir hann. Haldi eldsneytisverð áfram að hækka mikið útilokar Bjarni þó ekki inngrip. „Á þessari stundu er ekki að koma fram tillaga um að draga úr álögum á eldsneyti en það kann að vera að ef mál þróast á versta veg að eitthvað slíkt kæmi til álita síðar,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Neytendur Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent