Veður

Von á skínandi veðri í flestum lands­hlutum

Atli Ísleifsson skrifar
Nú er dægursveiflan í hitastiginu orðin býsna áberandi.
Nú er dægursveiflan í hitastiginu orðin býsna áberandi. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það ætti að verða skínandi veður í flestum landshlutum og ætti sólin að njóta sín stóran hluta dagsins.

Á vef Veðurstofunnar segir að það sé einna helst að austast á landinu verði stöku él á stangli sem gætu hindrað fólk að njóta sólargeislana. Hiti verður á bilinu eitt til sjö stig á sunnanverðu landinu að deginum, en um og undir frostmarki annars staðar. Næturfrost um mest allt land.

„Á morgun, miðvikudag verður áfram bjart veður en líklega verður háskýjabreiða yfir landinu en sólin mun nú býsna víða ná í gegnum hana, þótt ekki verði alveg jafn bjart og í dag.

Nú er dægursveiflan í hitastiginu orðin býsna áberandi og á bjartum dögum eins og í dag er alls ekki útilokað að við sjáum 6 til 8 stiga sveiflu milli dags og nætur og gæti jafnvel sveifalst um 10 stig á stöku stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 16.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt, en suðaustan 5-10 m/s syðst. Bjart með köflum og hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost NA-til.

Á fimmtudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað og sums staðar smá skúrir eða él. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.

Á föstudag: Hæg suðlæg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt að mestu NA-lands. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.

Á laugardag: Norðaustanátt með éljum fyrir norðan og kólnar í veðri um land allt, síst S-lands.

Á sunnudag: Breytileg átt, fremur svalt, en yfirleitt þurrt.

Á mánudag: Útlit fyrir austanátt með úrkomu í flestum landshlutum. Frostlaust SV-til, en annars um og undir frostmarki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.