Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 13:01 Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð að beiðni Skattsins. Vísir/Daniel Thor Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. Líklegt er að eignin hafi verið sett á nauðungarsölu af Skattinum en fram kemur á uppboðsvef sýslumanna að eignin sé í „byrjun uppboðs“. Fram kemur á vef Skattsins að það sé annað af þremur skrefum í nauðungarsölu. Nauðungarsala er aðgerð til að koma eign í verð á opinberu uppboði til að greiða þær skuldir sem hvíla á eigninni. Byrjun uppboðs á sumarbústað Gylfa mun fara fram á skrifstofu sýslumanns 31.mars næstkomandi og fer það fram 4-6 vikum eftir fyrstu fyrirtöku, þar sem beiðnin er tekið fyrir. Eignin er þá boðin upp í fyrsta skipti og ákveðið hvenær framhaldssala skuli fara fram, sem er lokastig nauðungarsölu. Framhaldssala verður að fara fram innan fjögurra vikna frá því að byrjun uppboðs fer fram, eða fyrir lok aprílmánaðar. Sumarbústaðurinn sem um ræðir er í Grímsnes- og Grafningshreppi og fer uppboðið því fram hjá Sýslumanninum á Suðurlandi. Í farbanni til 17. apríl Gylfi Þór hefur verið í farbanni frá Bretlandi frá 16. júlí síðastliðnum þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Eftir handtökuna var honum sleppt lausum gegn tryggingu en settur í farbann sem rennur út 17. apríl næstkomandi. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því það kom upp í sumar. Heimildir götumiðla í Bretlandi herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi var ekki á lista liðsins yfir það leikmenn sem liðið hefur mátt tefla fram í leikjum frá 1. september og má því ekki spila fyrir liðið. Everton hefur gefið það út að hann muni ekki spila með liðinu fyrr en rannsókn lögreglu er lokið. Samningur Everton og Gylfa rennur út í sumar en hann var keyptur til félagsins frá Swansea fyrir 45 milljónir punda árið 2017. Þá hefur Gylfi ekki leikið með landsliði Íslands síðan í nóvember 2020. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Skattar og tollar Tengdar fréttir Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2022 08:31 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. 3. janúar 2022 11:21 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Líklegt er að eignin hafi verið sett á nauðungarsölu af Skattinum en fram kemur á uppboðsvef sýslumanna að eignin sé í „byrjun uppboðs“. Fram kemur á vef Skattsins að það sé annað af þremur skrefum í nauðungarsölu. Nauðungarsala er aðgerð til að koma eign í verð á opinberu uppboði til að greiða þær skuldir sem hvíla á eigninni. Byrjun uppboðs á sumarbústað Gylfa mun fara fram á skrifstofu sýslumanns 31.mars næstkomandi og fer það fram 4-6 vikum eftir fyrstu fyrirtöku, þar sem beiðnin er tekið fyrir. Eignin er þá boðin upp í fyrsta skipti og ákveðið hvenær framhaldssala skuli fara fram, sem er lokastig nauðungarsölu. Framhaldssala verður að fara fram innan fjögurra vikna frá því að byrjun uppboðs fer fram, eða fyrir lok aprílmánaðar. Sumarbústaðurinn sem um ræðir er í Grímsnes- og Grafningshreppi og fer uppboðið því fram hjá Sýslumanninum á Suðurlandi. Í farbanni til 17. apríl Gylfi Þór hefur verið í farbanni frá Bretlandi frá 16. júlí síðastliðnum þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Eftir handtökuna var honum sleppt lausum gegn tryggingu en settur í farbann sem rennur út 17. apríl næstkomandi. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því það kom upp í sumar. Heimildir götumiðla í Bretlandi herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi var ekki á lista liðsins yfir það leikmenn sem liðið hefur mátt tefla fram í leikjum frá 1. september og má því ekki spila fyrir liðið. Everton hefur gefið það út að hann muni ekki spila með liðinu fyrr en rannsókn lögreglu er lokið. Samningur Everton og Gylfa rennur út í sumar en hann var keyptur til félagsins frá Swansea fyrir 45 milljónir punda árið 2017. Þá hefur Gylfi ekki leikið með landsliði Íslands síðan í nóvember 2020.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Skattar og tollar Tengdar fréttir Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2022 08:31 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. 3. janúar 2022 11:21 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2022 08:31
Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52
Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. 3. janúar 2022 11:21