Leikurinn var í járnum allt frá fyrstu mínútu og þegar flautað var til hálfleiks hafði Michigan State eins stigs forskot, 32-31.
Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og að lokum þurfti Davidson háskólinn að sætta sig við tap með minnsta mun, 74-73. Tímabil Styrmis Snæs og félaga er því á enda, en Michigan State heldur áfram í 32-liða úrslit.