Viðskipti innlent

Verzlun Haraldar Júlíus­sonar á Króknum lokað í lok mánaðar

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Haraldar Júlíussonar hefur verið starfandi við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki.
Verslun Haraldar Júlíussonar hefur verið starfandi við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki. Visit Skagafjörður

Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki verður lokað í lok þessa mánaðar eftir að hafa verið starfrækt í rúma öld. Verslunarmaðurinn Bjarni Haraldsson, betur þekktur sem Bjarni Har, lést fyrr á árinu en rak og stóð vaktina í versluninni um margra áratuga skeið.

Frá þessu segir á Facebook-síðu verslunarinnar. Þar kemur fram að versluninni verði lokað frá og með 31. mars næstkomandi og verði nær allar vörur seldar með helmingsafslætti fram að lokun.

Haraldur Júlíusson stofnaði verslunina árið 1919 en hún stendur við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki.

Bjarni Har, sonur Haraldar, stofnaði á sínum tíma eigið fyrirtæki, Vöruflutninga Bjarna Haraldssonar, og starfaði auk þess með föður sínum og verslun hans.

Bjarni Har í versluninni árið 2019 þegar hundrað ára afmæli hennar var fagnað.GUNNHILDUR GÍSLADÓTTIR

Bjarni tók svo við öllum rekstri verslunarinnar árið 1970 og stóð vaktina í versluninni fram á síðasta vetur þegar hann fór á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.

Bjarni lést 17. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×