Meirihlutinn telur óþarft að grípa strax til aðgerða vegna verðbólguhækkana Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. mars 2022 23:43 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna til vinstri og Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar til hægri. Vísir/Vilhelm/Stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag og sökuðu hana um andvararleysi gagnvart verðbólgu og verðhækkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa tafarlaust inn í en þingmaður Vinstri grænna segir óþarft að grípa strax til aðgerða. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna.
Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06