Álag á bestu kylfingum heims í dag og sigurvegari krýndur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 10:57 Indverska golfstjarnan Anirban Lahiri hefur naumt forskot á fjölda kylfinga. AP Photo/Gerald Herbert Indverjinn Anirban Lahiri fer með naumt forskot inn í lokadag The Players en til stendur að ljúka þriðja og fjórða hring mótsins í dag, áður en of dimmt verður til að spila í Flórída. Veðrið í Flórída hefur sett stórt strik í reikninginn á mótinu og reynt hefur á færustu kylfinga heims við erfiðar aðstæður. Enginn af þeim 71 kylfingi sem eftir standa náði að ljúka þriðja hring í gær og því hefst keppni að nýju klukkan 12 að íslenskum tíma, og er sýnt frá mótinu á Stöð 2 Golf. Keppni á lokahringnum á svo að hefjast klukkan 17. Lahiri er búinn með ellefu holur á þriðja hring og hefur samtals leikið á -9 höggum. Fast á hæla hans koma Bandaríkjamennirnir Tom Hoge og Harold Varner sem leikið hafa á -8 höggum og eru tveimur holum á eftir Lahiri. Staðan á mótinu Á milli 1. og 31. sætis er aðeins fimm högga munur en á meðal kylfinganna í 18.-31. sæti er Justin Thomas sem á sjö holur eftir á þriðja hring. Kólumbíumaðurinn Sebastian Munoz hafði leikið fjórtán holur á -6 höggum þegar keppni var hætt í gær, og er samtals á -7 höggum ásamt Paul Casey og Sam Burns sem eiga seinni níu holurnar eftir á þriðja hring í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 12 á Stöð 2 Golf og áætlað er að keppni á lokahringnum hefjist þar klukkan 17 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Veðrið í Flórída hefur sett stórt strik í reikninginn á mótinu og reynt hefur á færustu kylfinga heims við erfiðar aðstæður. Enginn af þeim 71 kylfingi sem eftir standa náði að ljúka þriðja hring í gær og því hefst keppni að nýju klukkan 12 að íslenskum tíma, og er sýnt frá mótinu á Stöð 2 Golf. Keppni á lokahringnum á svo að hefjast klukkan 17. Lahiri er búinn með ellefu holur á þriðja hring og hefur samtals leikið á -9 höggum. Fast á hæla hans koma Bandaríkjamennirnir Tom Hoge og Harold Varner sem leikið hafa á -8 höggum og eru tveimur holum á eftir Lahiri. Staðan á mótinu Á milli 1. og 31. sætis er aðeins fimm högga munur en á meðal kylfinganna í 18.-31. sæti er Justin Thomas sem á sjö holur eftir á þriðja hring. Kólumbíumaðurinn Sebastian Munoz hafði leikið fjórtán holur á -6 höggum þegar keppni var hætt í gær, og er samtals á -7 höggum ásamt Paul Casey og Sam Burns sem eiga seinni níu holurnar eftir á þriðja hring í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 12 á Stöð 2 Golf og áætlað er að keppni á lokahringnum hefjist þar klukkan 17 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira