Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2022 12:43 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16