Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2022 12:43 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16