Pétur hefur enn trú: „Við förum í alla leiki til að vinna” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. mars 2022 21:46 Pétur Már er ekki af baki dottinn. Vísir/Hulda Margrét Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri, 73-117, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frestuðum leik í Subway deild karla. Vestra menn voru betri allan leikinn og gengu á lagið í seinni hálfleik og kafsigldu heimamenn og unnu að lokum auðveldan 45 stiga sigur. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira