Kyrie skýtur á Celtics: „Eins og gömul kærasta sem er enn að bíða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 17:30 Kyrie í leiknum gegn Celtics. Adam Glanzman/Getty Images Það er sjaldnast lognmolla í kringum Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Viðtal hans eftir tap Nets gegn Boston Celtics í gær var áhugavert fyrir margar sakir. Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00