Byggjum áfram á traustum grunni Almar Guðmundsson skrifar 4. mars 2022 16:01 Ég er fyrst og fremst Garðbæingur, stoltur Garðbæingur. Ég hef búið hérna meira og minna síðan ég var 2ja ára gamall og hér höfum við fjölskyldan komið okkur vel fyrir. Fyrir átta árum tók ég sæti í bæjarstjórn Garðabæjar. Þessi ár hafa verið skemmtileg og kennt mér margt. Ég er hreykinn af því sem við Sjálfstæðismenn höfum áorkað fyrir bæinn okkar á þessum kjörtímabilum. Stjórnmál eru liðsíþrótt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa unnið mjög vel saman undir styrkri forystu fráfarandi bæjarstjóra. Það er ekki annað hægt en að horfa björtum augum til framtíðar. Fjárhagsstaðan er sterk, ánægja með þjónustu bæjarins mælist mikil og það er eftirspurn eftir því að búa í bænum okkar. Sú sterka staða sem við Garðbæingar búum við varð hins vegar ekki til af sjálfu sér. Við getum átt á hættu að missa frá okkur þá stöðu ef við tökum henni sem sjálfsögðum hlut. Garðabær í sókn Ég er stoltur af því sem mér hefur verið treyst fyrir á tíma mínum í bæjarstjórn. Ég hef fundið mig vel í bæjarmálunum. Sú reynslu byggir að sjálfsögðu ofan á aðra reynslu sem ég hef viðað að mér úr ólíkum áttum. Á ég hér bæði við félagsstörf á vettvangi knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem ég gegndi formennsku um sjö ára skeið sem og reynslu minnar úr atvinnulífinu. Ég er spenntur fyrir því hlutverki að leiða Sjálfstæðismenn í Garðabæ á komandi kjörtímabili. Það er gnótt tækifæra í Garðabæ sem hefur vaxið einna hraðast stærstu sveitarfélaga landsins síðustu ár. Við stefnum að því að halda áfram uppbyggingu með það að leiðarljósi að mæta þörfum ólíkra hópa og leyfa hverju svæði að njóta sinnar sérstöðu. Þannig byggjum við áfram á traustum grunni. Uppbygging í Garðabæ, bæði á nýjum svæðum og svæðinu í kringum Garðatorg hefur haft afar jákvæð áhrif á mannlíf í bænum. Það eru ekki mörg ár síðan Garðabær var talinn vera dæmigerður svefnbær en það orðspor höfum við svo sannarlega rekið af okkur. Hingað hafa leitað spennandi verslanir, þjónusta og aukin menningarstarfsemi. Dregið hefur úr aðgreiningu milli svæða fyrir íbúabyggð annars vegar og atvinnustarfsemi hins vegar. Þessi þróun, í bland við áherslur á sviði heilsu, íþrótta og hreyfingar eru meðal þess sem býr til gott samfélag þar sem fólki líður vel. Ég er klár í slaginn! Í prófkjöri okkar Sjálfstæðismanna hafa gefið kost á sér 17 öflugir frambjóðendur. Sá áhugi er gleðiefni fyrir bæjarfélagið okkar. Ég er tilbúinn til að leiða þann kraftmikla hóp sem prófkjörið mun skila okkur til sigurs í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Ég óska því eftir stuðning ykkar í forystusæti listans í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ laugardaginn 5. mars. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er fyrst og fremst Garðbæingur, stoltur Garðbæingur. Ég hef búið hérna meira og minna síðan ég var 2ja ára gamall og hér höfum við fjölskyldan komið okkur vel fyrir. Fyrir átta árum tók ég sæti í bæjarstjórn Garðabæjar. Þessi ár hafa verið skemmtileg og kennt mér margt. Ég er hreykinn af því sem við Sjálfstæðismenn höfum áorkað fyrir bæinn okkar á þessum kjörtímabilum. Stjórnmál eru liðsíþrótt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa unnið mjög vel saman undir styrkri forystu fráfarandi bæjarstjóra. Það er ekki annað hægt en að horfa björtum augum til framtíðar. Fjárhagsstaðan er sterk, ánægja með þjónustu bæjarins mælist mikil og það er eftirspurn eftir því að búa í bænum okkar. Sú sterka staða sem við Garðbæingar búum við varð hins vegar ekki til af sjálfu sér. Við getum átt á hættu að missa frá okkur þá stöðu ef við tökum henni sem sjálfsögðum hlut. Garðabær í sókn Ég er stoltur af því sem mér hefur verið treyst fyrir á tíma mínum í bæjarstjórn. Ég hef fundið mig vel í bæjarmálunum. Sú reynslu byggir að sjálfsögðu ofan á aðra reynslu sem ég hef viðað að mér úr ólíkum áttum. Á ég hér bæði við félagsstörf á vettvangi knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem ég gegndi formennsku um sjö ára skeið sem og reynslu minnar úr atvinnulífinu. Ég er spenntur fyrir því hlutverki að leiða Sjálfstæðismenn í Garðabæ á komandi kjörtímabili. Það er gnótt tækifæra í Garðabæ sem hefur vaxið einna hraðast stærstu sveitarfélaga landsins síðustu ár. Við stefnum að því að halda áfram uppbyggingu með það að leiðarljósi að mæta þörfum ólíkra hópa og leyfa hverju svæði að njóta sinnar sérstöðu. Þannig byggjum við áfram á traustum grunni. Uppbygging í Garðabæ, bæði á nýjum svæðum og svæðinu í kringum Garðatorg hefur haft afar jákvæð áhrif á mannlíf í bænum. Það eru ekki mörg ár síðan Garðabær var talinn vera dæmigerður svefnbær en það orðspor höfum við svo sannarlega rekið af okkur. Hingað hafa leitað spennandi verslanir, þjónusta og aukin menningarstarfsemi. Dregið hefur úr aðgreiningu milli svæða fyrir íbúabyggð annars vegar og atvinnustarfsemi hins vegar. Þessi þróun, í bland við áherslur á sviði heilsu, íþrótta og hreyfingar eru meðal þess sem býr til gott samfélag þar sem fólki líður vel. Ég er klár í slaginn! Í prófkjöri okkar Sjálfstæðismanna hafa gefið kost á sér 17 öflugir frambjóðendur. Sá áhugi er gleðiefni fyrir bæjarfélagið okkar. Ég er tilbúinn til að leiða þann kraftmikla hóp sem prófkjörið mun skila okkur til sigurs í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Ég óska því eftir stuðning ykkar í forystusæti listans í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ laugardaginn 5. mars. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun