Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur Árni Jóhannsson skrifar 3. mars 2022 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var mjög ánægður með sigur sinna manna í kvöld Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn. „Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
„Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39