Heimilisofbeldi – Ertu viss um að börnin séu sofandi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 1. mars 2022 10:30 Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Eva Sjöfn Helgadóttir Heimilisofbeldi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun