Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 11:11 Disney-veldið byrjaði með hinum hógværa Mikka Mús en hefur nú vaxið í eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki heims. Getty/Kim Kulish 43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+. Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf. Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf.
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira