Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2022 14:00 Michael Masi var í mikilli ábyrgðarstöðu eins og kom vel í ljós í lokakeppni síðasta tímabils. Getty/Bryn Lennon Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri F1, tók umdeilda ákvörðun í lok síðustu keppni formúlunnar í fyrra og það virðist nú hafa orðið honum að falli því hann hefur þurft að taka pokann sinn. Breaking news: Michael Masi removed from role as F1 race director https://t.co/BVQlmQIcRT— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2022 Það var gríðarleg spenna í síðustu formúlu keppni 2021 tímabilsins sem fór fram í Abú Dabí þar sem Lewis Hamilton og Max Verstappen börðumst um heimsmeistaratitilinn. Spennan hélst allt til loka kappakstursins en þar gaf ákvörðun Masi, Verstappen tækifæri til að komast fram úr Hamilton og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Verstappen var þá á mun betri dekkjum en Hamilton og átti tiltölulega auðvelt með að komast fram úr og tryggja sér sigurinn. Breaking: Michael Masi loses F1 race director role after last season's Abu Dhabi title-decider chaos https://t.co/KamvbPjdb5— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 17, 2022 Hamilton var búinn að vinna heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og sjö sinnum alls en Verstappen vann þarna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, hefur nú tilkynnt um röð breytinga eftir ítarlega úttekt á því sem gerðist í þessum umdeilda kappakstri. Masi fylgdi ekki reglunum í lok keppninnar þegar öryggisbíll kom inn á brautina í lokin. Það hafði bein áhrif á úrslitin. Það er ekki einn heldur tveir sem koma í stað Masi en nýir keppnisstjórar munu hér eftir skiptast á að stýra málum í formúlunni. Formúla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri F1, tók umdeilda ákvörðun í lok síðustu keppni formúlunnar í fyrra og það virðist nú hafa orðið honum að falli því hann hefur þurft að taka pokann sinn. Breaking news: Michael Masi removed from role as F1 race director https://t.co/BVQlmQIcRT— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2022 Það var gríðarleg spenna í síðustu formúlu keppni 2021 tímabilsins sem fór fram í Abú Dabí þar sem Lewis Hamilton og Max Verstappen börðumst um heimsmeistaratitilinn. Spennan hélst allt til loka kappakstursins en þar gaf ákvörðun Masi, Verstappen tækifæri til að komast fram úr Hamilton og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Verstappen var þá á mun betri dekkjum en Hamilton og átti tiltölulega auðvelt með að komast fram úr og tryggja sér sigurinn. Breaking: Michael Masi loses F1 race director role after last season's Abu Dhabi title-decider chaos https://t.co/KamvbPjdb5— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 17, 2022 Hamilton var búinn að vinna heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og sjö sinnum alls en Verstappen vann þarna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, hefur nú tilkynnt um röð breytinga eftir ítarlega úttekt á því sem gerðist í þessum umdeilda kappakstri. Masi fylgdi ekki reglunum í lok keppninnar þegar öryggisbíll kom inn á brautina í lokin. Það hafði bein áhrif á úrslitin. Það er ekki einn heldur tveir sem koma í stað Masi en nýir keppnisstjórar munu hér eftir skiptast á að stýra málum í formúlunni.
Formúla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira