Þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2022 07:01 Seth Curry og Ben Simmons eru mættir til Brooklyn. Tim Nwachukwu/Getty Images Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027. „Mér fannst Nets koma mjög vel út úr þessu. Fá þessi tvö „pick,“ Seth Curry er bara mjög frambærilegur NBA-leikmaður. Ben Simmons kemur náttúrulega inn sem ákveðið spurningamerki, en ef þeir ætla að – eins og maður ímynda sér – að spila honum í fjarkanum og hann fái loksins að spila þá sem stöðu sem margir eru að bíða eftir,“ sagði Tómas Steindórsson um vistaskipti Simmons og Harden. „Ég held að hann gæti komið mjög vel inn í þetta en aftur á móti þá eru ekkert rosalega margir leikir eftir og Kyrie Irving getur spilað átta leiki í viðbót, Kevin Durant er meiddur. Þeir eru í smá séns að missa af úrslitakeppninni þetta tímabilið og svo er ekki vitað hvenær Ben Simmons fer raunverulega af stað. Ég myndi halda að það væri rosalegur þungi á Seth Curry núna að stíga upp og skora einhverja punkta,“ bætti Tómas við. „Mér finnst þetta of mikið gefið hjá Philadelphia fyrir 33 ára James Harden sem er mögulega að trenda í öfuga átt. Þeir eru augljóslega í að „vinna núna“ hjá Philadelphia og þurftu svo sem að vera það með Joel Embiid á besta aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skiptin og hélt svo áfram. „Mér finnst þetta aðeins of mikið gefið. Bæði missa þeir Curry úr liðinu og þessa valrétti en þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn og gerir þá að miklu betra varnarliði. Leyfir Kyrie og Durant að taka stjórnina sóknarlega.“ Þáttastjórnandinn Sigurður Orri Kristjánsson var ekki alveg sammála þeim Tómasi og Herði. Sjá má viðbrögð hans og hvert umræðan fór í spilaranum hér að neðan. Til að mynda lofræðu Tómasar um Ben Simmons. Klippa: Lögmál Leiksins um Simmons og Harden skiptin Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Mér fannst Nets koma mjög vel út úr þessu. Fá þessi tvö „pick,“ Seth Curry er bara mjög frambærilegur NBA-leikmaður. Ben Simmons kemur náttúrulega inn sem ákveðið spurningamerki, en ef þeir ætla að – eins og maður ímynda sér – að spila honum í fjarkanum og hann fái loksins að spila þá sem stöðu sem margir eru að bíða eftir,“ sagði Tómas Steindórsson um vistaskipti Simmons og Harden. „Ég held að hann gæti komið mjög vel inn í þetta en aftur á móti þá eru ekkert rosalega margir leikir eftir og Kyrie Irving getur spilað átta leiki í viðbót, Kevin Durant er meiddur. Þeir eru í smá séns að missa af úrslitakeppninni þetta tímabilið og svo er ekki vitað hvenær Ben Simmons fer raunverulega af stað. Ég myndi halda að það væri rosalegur þungi á Seth Curry núna að stíga upp og skora einhverja punkta,“ bætti Tómas við. „Mér finnst þetta of mikið gefið hjá Philadelphia fyrir 33 ára James Harden sem er mögulega að trenda í öfuga átt. Þeir eru augljóslega í að „vinna núna“ hjá Philadelphia og þurftu svo sem að vera það með Joel Embiid á besta aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skiptin og hélt svo áfram. „Mér finnst þetta aðeins of mikið gefið. Bæði missa þeir Curry úr liðinu og þessa valrétti en þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn og gerir þá að miklu betra varnarliði. Leyfir Kyrie og Durant að taka stjórnina sóknarlega.“ Þáttastjórnandinn Sigurður Orri Kristjánsson var ekki alveg sammála þeim Tómasi og Herði. Sjá má viðbrögð hans og hvert umræðan fór í spilaranum hér að neðan. Til að mynda lofræðu Tómasar um Ben Simmons. Klippa: Lögmál Leiksins um Simmons og Harden skiptin Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira