Styrkt staða brotaþola Sævar Þór Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 14:31 Á síðustu vikum og mánuðum hafa kynferðisbrot og tjáningarfrelsið mikið verið í umræðunni. Hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá brotum sem þær hafa orðið fyrir og þau brot sem mesta umfjöllun hafa fengið hafa meintir gerendur verið „stórir karlar í samfélaginu“ eða menn með völd. Það sem hefur einkennt umræðuna fyrir utan brotin sjálf er sú leið sem hefur verið farin til þess að greina frá meintum brotum en með tilkomu internetsins og þá ekki síst samfélagsmiðlum er nú mun auðveldara en áður að koma upplýsingum á framfæri. Við höfum séð það síðustu vikur að það hefur færst í aukana að greina frá meintum brotum á slíkum miðlum, allt í skjóli tjáningarfrelsisins sem er lögfest í 73. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Það sem jafnframt hefur vakið athygli er sú staðreynd að flest þeirra mála sem hafa verið í umræðunni hafa ekki verið kærð. Vaknar þá upp sú spurning hvers vegna brotin hafa ekki verið kærð til lögreglu þar sem á Íslandi er réttarríki og er það hlutverk dómstóla að dæma einstaklinga seka eða saklausa. Það er því miður sannleikurinn að lág tíðni tilkynntra kynferðisbrota endar með sakfellingu. Þá er einungis um að ræða þau brot sem eru yfir höfuð tilkynnt og eru ákærð en falla ekki niður við rannsókn málsins. Því að staðreyndin er sú að kynferðisbrotamál eru erfið í sönnun, enda oftar en ekki eru einungis um að ræða orð gegn orði og allan vafa um sekt sakbornings ber að túlka honum í hag. Er það meginsjónarmið í sakamálaréttarfari að framburður eins vitnis gegn neitun ákærða nægir ekki til sakfellingar og líkt og Stígamót hafi vakið athygli á síðustu daga þá er þolandi kynferðisbrots einungis vitni í sínu máli. Verður framburðurinn að eiga sér stoð í öðrum gögnum málsins en ekki er fast í hendi hvaða gögn nægi þar til. Sé litið til þeirra þungu sönnunarbyrði sem er í kynferðisbrotamálum þá kemur það lítið á óvart hversu mörg brot eru framin miðað við þau sem við sjáum á borði lögreglu og þess þá heldur hjá dómstólum landsins. Samkvæmt könnun frá árinu 2014 þar sem rætt var við 42.000 konur frá ESB löndunum, hafði þriðjungur þeirra orðið fyrir líkamlegu/kynferðislegu ofbeldi eftir 15 ára aldur. Niðurstöðurnar voru og eru sláandi og sýnir okkur að málafjöldi innan réttarvörslukerfisins endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu kvenna. Sé litið til alls ofangreinds þá kemur það lítið á óvart að konur ákveði að fara þá leið að greina frá meintum brotum frekar opinberlega heldur en að kæra þau. Eflaust er það hluti af bataferli brotaþola að greina opinberlega frá málum og setja það í hendur samfélagsins að dæma gerendur. Það eru þó önnur úrræði til þess að styrkja bataferli brotaþola sem notast er við í löndum í kringum okkur og vert væri að skoða. Fyrst ber að nefna að brotaþoli verði aðili að máli og tryggja þar með að hann fái rödd í sínu máli. Annað úrræði er sáttamiðlun, en í sáttamiðlun hittast gerandi og brotaþoli ásamt hlutlausum sáttamiðlara. Sáttamiðlunin einblýnir þá fyrst og fremst á þarfir og hagsmuni brotaþola og að vera sem aðhlynning fyrir hann ásamt því að vera vettvangur fyrir brotaþola til að ræða við geranda og spyrja þeirra spurninga sem þeir þrá svör við. Talið er að sáttamiðlun geti veitt brotaþola ákveðin málalok og hjálpi til við að bæta tilfinningalega skaðann sem oftar en ekki er talinn hafa verri áhrif heldur en líkamlegur skaði. Sáttamiðlun fer þó aldrei fram nema báðir aðilar samþykki það. Af umræðunni síðustu vikur og mánuði er ljóst að breytinga sé þörf svo þolendur kynferðisofbeldis treysti sér til að leggja mál sín í hendur lögreglu, ákæruvaldsins og dómstóla. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Kynferðisofbeldi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum og mánuðum hafa kynferðisbrot og tjáningarfrelsið mikið verið í umræðunni. Hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá brotum sem þær hafa orðið fyrir og þau brot sem mesta umfjöllun hafa fengið hafa meintir gerendur verið „stórir karlar í samfélaginu“ eða menn með völd. Það sem hefur einkennt umræðuna fyrir utan brotin sjálf er sú leið sem hefur verið farin til þess að greina frá meintum brotum en með tilkomu internetsins og þá ekki síst samfélagsmiðlum er nú mun auðveldara en áður að koma upplýsingum á framfæri. Við höfum séð það síðustu vikur að það hefur færst í aukana að greina frá meintum brotum á slíkum miðlum, allt í skjóli tjáningarfrelsisins sem er lögfest í 73. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Það sem jafnframt hefur vakið athygli er sú staðreynd að flest þeirra mála sem hafa verið í umræðunni hafa ekki verið kærð. Vaknar þá upp sú spurning hvers vegna brotin hafa ekki verið kærð til lögreglu þar sem á Íslandi er réttarríki og er það hlutverk dómstóla að dæma einstaklinga seka eða saklausa. Það er því miður sannleikurinn að lág tíðni tilkynntra kynferðisbrota endar með sakfellingu. Þá er einungis um að ræða þau brot sem eru yfir höfuð tilkynnt og eru ákærð en falla ekki niður við rannsókn málsins. Því að staðreyndin er sú að kynferðisbrotamál eru erfið í sönnun, enda oftar en ekki eru einungis um að ræða orð gegn orði og allan vafa um sekt sakbornings ber að túlka honum í hag. Er það meginsjónarmið í sakamálaréttarfari að framburður eins vitnis gegn neitun ákærða nægir ekki til sakfellingar og líkt og Stígamót hafi vakið athygli á síðustu daga þá er þolandi kynferðisbrots einungis vitni í sínu máli. Verður framburðurinn að eiga sér stoð í öðrum gögnum málsins en ekki er fast í hendi hvaða gögn nægi þar til. Sé litið til þeirra þungu sönnunarbyrði sem er í kynferðisbrotamálum þá kemur það lítið á óvart hversu mörg brot eru framin miðað við þau sem við sjáum á borði lögreglu og þess þá heldur hjá dómstólum landsins. Samkvæmt könnun frá árinu 2014 þar sem rætt var við 42.000 konur frá ESB löndunum, hafði þriðjungur þeirra orðið fyrir líkamlegu/kynferðislegu ofbeldi eftir 15 ára aldur. Niðurstöðurnar voru og eru sláandi og sýnir okkur að málafjöldi innan réttarvörslukerfisins endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu kvenna. Sé litið til alls ofangreinds þá kemur það lítið á óvart að konur ákveði að fara þá leið að greina frá meintum brotum frekar opinberlega heldur en að kæra þau. Eflaust er það hluti af bataferli brotaþola að greina opinberlega frá málum og setja það í hendur samfélagsins að dæma gerendur. Það eru þó önnur úrræði til þess að styrkja bataferli brotaþola sem notast er við í löndum í kringum okkur og vert væri að skoða. Fyrst ber að nefna að brotaþoli verði aðili að máli og tryggja þar með að hann fái rödd í sínu máli. Annað úrræði er sáttamiðlun, en í sáttamiðlun hittast gerandi og brotaþoli ásamt hlutlausum sáttamiðlara. Sáttamiðlunin einblýnir þá fyrst og fremst á þarfir og hagsmuni brotaþola og að vera sem aðhlynning fyrir hann ásamt því að vera vettvangur fyrir brotaþola til að ræða við geranda og spyrja þeirra spurninga sem þeir þrá svör við. Talið er að sáttamiðlun geti veitt brotaþola ákveðin málalok og hjálpi til við að bæta tilfinningalega skaðann sem oftar en ekki er talinn hafa verri áhrif heldur en líkamlegur skaði. Sáttamiðlun fer þó aldrei fram nema báðir aðilar samþykki það. Af umræðunni síðustu vikur og mánuði er ljóst að breytinga sé þörf svo þolendur kynferðisofbeldis treysti sér til að leggja mál sín í hendur lögreglu, ákæruvaldsins og dómstóla. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar