Snýr aftur í Olís-deildina eftir 999 daga fjarveru Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 08:00 Sverrir Pálsson verður klár í slaginn í fyrsta skipti í 999 daga þegar Selfyssingar taka á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Vísir/Daníel Þór Þann 22. maí árið 2019 skoraði Sverrir Pálsson eitt mark í tíu marka sigri Selfyssinga gegn Haukum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta. Sigurinn tryggði Selfyssingum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, en Sverrir hefur ekki leikið keppnisleik í handbolta síðan. Í kvöld verður þó breyting á því. Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30