Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2022 22:15 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega ósáttur með leik sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði. „Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
„Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35