Klinkið

Fjölgun í stjórn Nova og Hrund kemur ný inn

Ritstjórn Innherja skrifar
Aðaleigandi Nova hefur gefið út að hann vilji fá innlenda fjárfesta að fjarskiptafélaginu.
Aðaleigandi Nova hefur gefið út að hann vilji fá innlenda fjárfesta að fjarskiptafélaginu. vísir/Hanna

Fjarskiptafélagið Nova hefur fjölgað stjórnarmönnum sínum úr þremur upp í fimm samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi nýlega til fyrirtækjaskrár. 

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, kemur ný inn í stjórnina ásamt Kevin Michael Payne, sem er á mála hjá bandaríska framtakssjóðnum Pt Capital, aðaleiganda Nova.

Auk þeirra sitja í stjórn Hugh Short, framkvæmdastjóri Pt Capital, Tina Pidgeon, sem einnig tengist bandaríska sjóðnum, og Gísli Valur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ísafold Capital Partners.

Fjölgun stjórnarmanna er athyglisverð í ljósi þeirra ummæla sem stjórnarformaðurinn Hugh Short lét falla í viðtali við Viðskiptablaðið í nóvember. Short sagði að það væri til skoðunar að skrá fjarskiptafélagið á hlutabréfamarkað.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.