Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2022 15:16 Loðnuskip að veiðum undan Jökulsárlóni í dag. Öræfajökull í baksýn. Frá vinstri eru Nordborg, Heimaey, Högaberg og Hákon. Myndin er tekin um borð í Ásgrími Halldórssyni. Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. „Loðnan er komin upp á grunnið og það er mokveiði þarna,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Tvö skipa fyrirtækisins, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds, eru á svæðinu við strönd Suðausturlands. Um borð í Ásgrími Halldórssyni SF innan við Hrollaugseyjar í dag.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes „Þau eru bæði búin að kasta tvisvar og fengu 500 tonn hvort í hvoru kasti.“ Skipin er aðeins tvær til þrjár sjómílur frá landi, innan við Hrollaugseyjar, á svæðinu milli Jökulsárlóns og Hala í Suðursveit. „Hún er búin að þéttast í torfu og komin á hefðbundna gönguslóð. Þetta er sennilega fyrsta gangan, sú sem lengst er gengin,“ segir Ásgeir en til þessa hefur loðnan verið dreifð og veiðst einkum undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ástand loðnunnar bendir jafnframt til þess að hún nálgist óðum sitt verðmætasta form og að áherslan muni núna færast úr bræðslu yfir í frystingu til manneldis. „Þetta er mjög góð og falleg loðna. Hún er komin með 13 prósenta hrognafyllingu, orðin hæf í frystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu. Fyrir Japansmarkað þarf hrognafylling að verða 15-16 prósent, sem næst eftir 4-5 daga," segir Ásgeir. Hákon EA yfir loðnutorfunni í dag. Öræfajökull fyrir aftan.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Auk Hornafjarðarskipanna eru á svæðinu Heimaey VE, Álsey VE, Kap VE, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA og færeysku skipin Högaberg og Nordborg. Guðmundur Borgar, matsveinn á Ásgrími Halldórssyni, tók myndirnar á miðunum í dag. Þess má geta að loðnuveiðar hér við land hófust fyrst frá Hornafirði, eins og fram kom í þættinum Um land allt í fyrra. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+ en hér má sjá kafla: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hornafjörður Tengdar fréttir Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
„Loðnan er komin upp á grunnið og það er mokveiði þarna,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Tvö skipa fyrirtækisins, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds, eru á svæðinu við strönd Suðausturlands. Um borð í Ásgrími Halldórssyni SF innan við Hrollaugseyjar í dag.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes „Þau eru bæði búin að kasta tvisvar og fengu 500 tonn hvort í hvoru kasti.“ Skipin er aðeins tvær til þrjár sjómílur frá landi, innan við Hrollaugseyjar, á svæðinu milli Jökulsárlóns og Hala í Suðursveit. „Hún er búin að þéttast í torfu og komin á hefðbundna gönguslóð. Þetta er sennilega fyrsta gangan, sú sem lengst er gengin,“ segir Ásgeir en til þessa hefur loðnan verið dreifð og veiðst einkum undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ástand loðnunnar bendir jafnframt til þess að hún nálgist óðum sitt verðmætasta form og að áherslan muni núna færast úr bræðslu yfir í frystingu til manneldis. „Þetta er mjög góð og falleg loðna. Hún er komin með 13 prósenta hrognafyllingu, orðin hæf í frystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu. Fyrir Japansmarkað þarf hrognafylling að verða 15-16 prósent, sem næst eftir 4-5 daga," segir Ásgeir. Hákon EA yfir loðnutorfunni í dag. Öræfajökull fyrir aftan.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Auk Hornafjarðarskipanna eru á svæðinu Heimaey VE, Álsey VE, Kap VE, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA og færeysku skipin Högaberg og Nordborg. Guðmundur Borgar, matsveinn á Ásgrími Halldórssyni, tók myndirnar á miðunum í dag. Þess má geta að loðnuveiðar hér við land hófust fyrst frá Hornafirði, eins og fram kom í þættinum Um land allt í fyrra. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+ en hér má sjá kafla:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hornafjörður Tengdar fréttir Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00
Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39