Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2022 15:16 Loðnuskip að veiðum undan Jökulsárlóni í dag. Öræfajökull í baksýn. Frá vinstri eru Nordborg, Heimaey, Högaberg og Hákon. Myndin er tekin um borð í Ásgrími Halldórssyni. Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. „Loðnan er komin upp á grunnið og það er mokveiði þarna,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Tvö skipa fyrirtækisins, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds, eru á svæðinu við strönd Suðausturlands. Um borð í Ásgrími Halldórssyni SF innan við Hrollaugseyjar í dag.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes „Þau eru bæði búin að kasta tvisvar og fengu 500 tonn hvort í hvoru kasti.“ Skipin er aðeins tvær til þrjár sjómílur frá landi, innan við Hrollaugseyjar, á svæðinu milli Jökulsárlóns og Hala í Suðursveit. „Hún er búin að þéttast í torfu og komin á hefðbundna gönguslóð. Þetta er sennilega fyrsta gangan, sú sem lengst er gengin,“ segir Ásgeir en til þessa hefur loðnan verið dreifð og veiðst einkum undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ástand loðnunnar bendir jafnframt til þess að hún nálgist óðum sitt verðmætasta form og að áherslan muni núna færast úr bræðslu yfir í frystingu til manneldis. „Þetta er mjög góð og falleg loðna. Hún er komin með 13 prósenta hrognafyllingu, orðin hæf í frystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu. Fyrir Japansmarkað þarf hrognafylling að verða 15-16 prósent, sem næst eftir 4-5 daga," segir Ásgeir. Hákon EA yfir loðnutorfunni í dag. Öræfajökull fyrir aftan.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Auk Hornafjarðarskipanna eru á svæðinu Heimaey VE, Álsey VE, Kap VE, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA og færeysku skipin Högaberg og Nordborg. Guðmundur Borgar, matsveinn á Ásgrími Halldórssyni, tók myndirnar á miðunum í dag. Þess má geta að loðnuveiðar hér við land hófust fyrst frá Hornafirði, eins og fram kom í þættinum Um land allt í fyrra. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+ en hér má sjá kafla: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hornafjörður Tengdar fréttir Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Loðnan er komin upp á grunnið og það er mokveiði þarna,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Tvö skipa fyrirtækisins, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds, eru á svæðinu við strönd Suðausturlands. Um borð í Ásgrími Halldórssyni SF innan við Hrollaugseyjar í dag.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes „Þau eru bæði búin að kasta tvisvar og fengu 500 tonn hvort í hvoru kasti.“ Skipin er aðeins tvær til þrjár sjómílur frá landi, innan við Hrollaugseyjar, á svæðinu milli Jökulsárlóns og Hala í Suðursveit. „Hún er búin að þéttast í torfu og komin á hefðbundna gönguslóð. Þetta er sennilega fyrsta gangan, sú sem lengst er gengin,“ segir Ásgeir en til þessa hefur loðnan verið dreifð og veiðst einkum undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ástand loðnunnar bendir jafnframt til þess að hún nálgist óðum sitt verðmætasta form og að áherslan muni núna færast úr bræðslu yfir í frystingu til manneldis. „Þetta er mjög góð og falleg loðna. Hún er komin með 13 prósenta hrognafyllingu, orðin hæf í frystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu. Fyrir Japansmarkað þarf hrognafylling að verða 15-16 prósent, sem næst eftir 4-5 daga," segir Ásgeir. Hákon EA yfir loðnutorfunni í dag. Öræfajökull fyrir aftan.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Auk Hornafjarðarskipanna eru á svæðinu Heimaey VE, Álsey VE, Kap VE, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA og færeysku skipin Högaberg og Nordborg. Guðmundur Borgar, matsveinn á Ásgrími Halldórssyni, tók myndirnar á miðunum í dag. Þess má geta að loðnuveiðar hér við land hófust fyrst frá Hornafirði, eins og fram kom í þættinum Um land allt í fyrra. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+ en hér má sjá kafla:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hornafjörður Tengdar fréttir Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00
Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39