Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2022 22:00 Jón Heiðar Hannesson, yfirvélstjóri á Venusi NS, var ásamt skipsfélögum að sinna viðhaldi á skipinu í Sundahöfn í dag. Sigurjón Ólason Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þrjú skip Brims liggja bundin við bryggju í Sundahöfn. Jón Heiðar Hannesson, yfirvélstjóri á Venusi NS, var þar ásamt skipsfélögum að dytta að skipinu. „Við erum að viðhalda bara, skipta um slöngur og smyrja.“ Venus er eitt þriggja loðnuskipa Brims sem liggja núna við Skarfabakka í Reykjavík.Sigurjón Ólason Venus, Svanur og Víkingur sneru öll í land í síðustu viku, ásamt meirihluta íslenska loðnuflotans, þegar Hafrannsóknastofnun varaði við því að skerða þyrfti loðnukvótann. „Auðvitað erum við fúlir að hafa hætt að veiða. Viljum alltaf vera að. Það er best svoleiðis.“ -Þið eruð enn að bíða eftir að komast af stað? „Við bíðum bara eftir kallinu. Það verður um helgina, held ég, - fyrir eða eftir hana,“ svarar Jón Heiðar. Næstu daga munu allra augu í uppsjávargeiranum beinast að hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem á sjötta tímanum sigldi úr Hafnarfirði áleiðis á Vestfjarðamið til loðnuleitar á svæði sem áður var hulið hafís. Hér má fylgjast með leitarferli skipsins. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggja í loðnuleitina frá Hafnarfirði klukkan hálfsex síðdegis.Egill Aðalsteinsson Kristján H. Kristinsson, skipstjóri á Árna Friðrikssyni, áætlar að vera að minnsta kosti fjóra til fimm daga í leiðangrinum. Hann segir veðurútlit gott næstu daga en síðan gæti farið að bræla. Hann segir hafísinn hafa færst lengra frá Vestfjörðum í norðaustanáttinni en gerir þó ráð fyrir að ísinn muni eitthvað plaga þá. Niðurstaðna loðnumælinganna er að vænta eftir um það bil viku. Þær munu ráða því hvort flotinn fái að veiða þau 360 þúsund tonn, sem enn eru óveidd af útgefnum kvóta, eða sæta allt að 100 þúsund tonna skerðingu. Afli íslensku skipanna það sem af er vertíð er kominn í 300 þúsund tonn. Venus NS og Svanur RE í Reykjavík í dag. Tíminn er notaður til að skipta um veiðarfæri, flottrollið víkur fyrir loðnunótinni.Sigurjón Ólason Mikið er í húfi því búast má við að loðnan fari að hrygna í fyrrihluta marsmánaðar. Í hafinu gætu enn beðið 40-50 milljarða króna verðmæti, sem loðnuflotinn fær kannski fjögurra vikna glugga til að sækja. Loðnusjómönnunum finnst að minnsta kosti að þeir skipti máli fyrir þjóðarbúið. „Jú, auðvitað. Að halda þessu gangandi öllu saman.“ -Það eruð þið sem gerið það? „Já, já. Höldum spítulunum gangandi,“ svarar yfirvélstjórinn á Venusi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þrjú skip Brims liggja bundin við bryggju í Sundahöfn. Jón Heiðar Hannesson, yfirvélstjóri á Venusi NS, var þar ásamt skipsfélögum að dytta að skipinu. „Við erum að viðhalda bara, skipta um slöngur og smyrja.“ Venus er eitt þriggja loðnuskipa Brims sem liggja núna við Skarfabakka í Reykjavík.Sigurjón Ólason Venus, Svanur og Víkingur sneru öll í land í síðustu viku, ásamt meirihluta íslenska loðnuflotans, þegar Hafrannsóknastofnun varaði við því að skerða þyrfti loðnukvótann. „Auðvitað erum við fúlir að hafa hætt að veiða. Viljum alltaf vera að. Það er best svoleiðis.“ -Þið eruð enn að bíða eftir að komast af stað? „Við bíðum bara eftir kallinu. Það verður um helgina, held ég, - fyrir eða eftir hana,“ svarar Jón Heiðar. Næstu daga munu allra augu í uppsjávargeiranum beinast að hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem á sjötta tímanum sigldi úr Hafnarfirði áleiðis á Vestfjarðamið til loðnuleitar á svæði sem áður var hulið hafís. Hér má fylgjast með leitarferli skipsins. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggja í loðnuleitina frá Hafnarfirði klukkan hálfsex síðdegis.Egill Aðalsteinsson Kristján H. Kristinsson, skipstjóri á Árna Friðrikssyni, áætlar að vera að minnsta kosti fjóra til fimm daga í leiðangrinum. Hann segir veðurútlit gott næstu daga en síðan gæti farið að bræla. Hann segir hafísinn hafa færst lengra frá Vestfjörðum í norðaustanáttinni en gerir þó ráð fyrir að ísinn muni eitthvað plaga þá. Niðurstaðna loðnumælinganna er að vænta eftir um það bil viku. Þær munu ráða því hvort flotinn fái að veiða þau 360 þúsund tonn, sem enn eru óveidd af útgefnum kvóta, eða sæta allt að 100 þúsund tonna skerðingu. Afli íslensku skipanna það sem af er vertíð er kominn í 300 þúsund tonn. Venus NS og Svanur RE í Reykjavík í dag. Tíminn er notaður til að skipta um veiðarfæri, flottrollið víkur fyrir loðnunótinni.Sigurjón Ólason Mikið er í húfi því búast má við að loðnan fari að hrygna í fyrrihluta marsmánaðar. Í hafinu gætu enn beðið 40-50 milljarða króna verðmæti, sem loðnuflotinn fær kannski fjögurra vikna glugga til að sækja. Loðnusjómönnunum finnst að minnsta kosti að þeir skipti máli fyrir þjóðarbúið. „Jú, auðvitað. Að halda þessu gangandi öllu saman.“ -Það eruð þið sem gerið það? „Já, já. Höldum spítulunum gangandi,“ svarar yfirvélstjórinn á Venusi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22
Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21
Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57