Viðskipti innlent

Sandra nýr markaðsstjóri Smáralindar

Eiður Þór Árnason skrifar
Sandra Arnardóttir hefur nú þegar tekið við stöðunni.
Sandra Arnardóttir hefur nú þegar tekið við stöðunni. Aldís Pálsdóttir

Sandra Arnardóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Smáralindar en hún tekur við starfinu af Tinnu Jóhannsdóttur.

Fram kemur í tilkynningu frá verslunarmiðstöðinni að Sandra hafi víðtæka reynslu á sviði markaðsmála og starfað sem verkefnastjóri í markaðsdeild Smáralindar frá árinu 2012. Þar hafi hún komið að öllu markaðsstarfi Smáralindar og skipulagningu viðburða. Þar áður starfaði Sandra í markaðsdeild SPRON.

Sandra er með BSc-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík, diplomu í verkefnastjórnun og stundar mastersnám í alþjóðaviðskiptum hjá Háskólanum á Bifröst samhliða vinnu.

„Ég er ánægð að hafa fengið þetta tækifæri og hlakka til að halda áfram þeirri frábæru vegferð sem Smáralind hefur verið á undanfarið. Smáralind er sterkari en aldrei fyrr með öllum þeim nýju og glæsilegu verslunum sem hafa opnað í húsinu á síðustu árum og gríðarlegri uppbyggingu í nær umhverfinu. Það eru því mörg spennandi tækifæri framundan í markaðsstarfinu,” segir Sandra í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.