Garðabær; blandað búsetuform vaxandi miðbær og sveit í borg Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 10:31 Í Garðabæ er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ. Bjóða áfram blandað búsetuform og öflugar tengingar við hverfi og náttúru. Hér má t.d. horfa til Álftaness sem varðveitir sveit í borg og Urriðaholts sem þarf að tengja betur með öruggum stígum. Garðatorg Miðbær Garðabæjar er orðinn mjög eftirsóknarverður fyrir fólk og fyrirtæki. Nú er komið að því að horfa á miðbæinn í heild sinni og skapar aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju og afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Mannvænt skipulag og val um búsetuform Skipulagsmál og mannvirki eru fyrir fólk og eiga því að taka mið af þörfum okkar, umhverfis- og náttúruvernd. Með nýjum hverfum eflum við blandað búsetuform, fjölbreytt hverfi þar sem fólk vill lifa, leika og starfa. Sum hverfi einkennast af þéttleika og nálægð við almenningssamgöngur, önnur eru lágreistari og dreifðari í snertingu við náttúruna. Þetta einkennir bæinn okkar og skapar valfrelsi. Leita þarf leiða til þess að ungt fólk geti keypt sína fyrstu íbúð í Garðabæ og eldra fólk geti búið heima með stuðningi ef það óskar þess. Hvert hverfi í Garðabæ hefur sinn sjarma og sérstöðu. Álftanes er að mínu mati dásamleg sveit í borg og Urriðaholtið er að verða eitt mest spennandi hverfi höfuðborgarsvæðisins. Öll hverfi eiga að búa yfir góðum útisvæðum og skilvirkum tengingum. Samgöngur eiga að vera nútímalegar, svo og ljósastýringar og lýsing. Hafnafjarðarvegur á að fara í stokk og götur bæjarins að þróast í takti við samgönguvenjur og mannlíf. Í Garðabæ á að vera þægilegt að hjóla eða ganga milli svæða og njóta náttúru. Sigríður Hulda bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar. Hún gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Nánari upplýsingar á sigridurhuldajons.is og facebook síðunni Sigríður Hulda 1. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ. Bjóða áfram blandað búsetuform og öflugar tengingar við hverfi og náttúru. Hér má t.d. horfa til Álftaness sem varðveitir sveit í borg og Urriðaholts sem þarf að tengja betur með öruggum stígum. Garðatorg Miðbær Garðabæjar er orðinn mjög eftirsóknarverður fyrir fólk og fyrirtæki. Nú er komið að því að horfa á miðbæinn í heild sinni og skapar aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju og afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Mannvænt skipulag og val um búsetuform Skipulagsmál og mannvirki eru fyrir fólk og eiga því að taka mið af þörfum okkar, umhverfis- og náttúruvernd. Með nýjum hverfum eflum við blandað búsetuform, fjölbreytt hverfi þar sem fólk vill lifa, leika og starfa. Sum hverfi einkennast af þéttleika og nálægð við almenningssamgöngur, önnur eru lágreistari og dreifðari í snertingu við náttúruna. Þetta einkennir bæinn okkar og skapar valfrelsi. Leita þarf leiða til þess að ungt fólk geti keypt sína fyrstu íbúð í Garðabæ og eldra fólk geti búið heima með stuðningi ef það óskar þess. Hvert hverfi í Garðabæ hefur sinn sjarma og sérstöðu. Álftanes er að mínu mati dásamleg sveit í borg og Urriðaholtið er að verða eitt mest spennandi hverfi höfuðborgarsvæðisins. Öll hverfi eiga að búa yfir góðum útisvæðum og skilvirkum tengingum. Samgöngur eiga að vera nútímalegar, svo og ljósastýringar og lýsing. Hafnafjarðarvegur á að fara í stokk og götur bæjarins að þróast í takti við samgönguvenjur og mannlíf. Í Garðabæ á að vera þægilegt að hjóla eða ganga milli svæða og njóta náttúru. Sigríður Hulda bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar. Hún gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Nánari upplýsingar á sigridurhuldajons.is og facebook síðunni Sigríður Hulda 1. sæti.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar