LeBron snéri aftur með þrefaldri tvennu í framlengdum endurkomusigri Lakers Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 09:30 LeBron James var allt í öllu í sigri Los Angeles Lakers í nótt. Ronald Martinez/Getty Images LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers eftir fimm leikja fjarveru. Liðið vann sjö stiga sigur gegn New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 122-115, en LeBron var með þrefalda tvennu. Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira