„Þessi gæi er hæfileikabúnt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2022 19:31 EC Matthews gekk í raðir Grindvíkinga í lok október á síðasta ári. Vísir/Bára Elbert Clark Matthews, eða EC Matthews eins og hann er yfirleitt kallaður, var til umræðu í seinasta þætti Körfuboltakvölds. Sérfræðingar þáttarins voru sammála um það að þarna væri hæfileikabúnt á ferðinni, en að liðsfélagar hans í Grindavík væru oft að gera honum erfitt fyrir. „EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
„EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira