„Held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 12:30 Þráinn Orri Jónsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigurinn á Svartfellingum. getty/Jure Erzen Strákarnir í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar voru afar hrifnir af innkomu Þráins Orra Jónssonar í sigri Íslands á Svartfjallalandi á EM í gær. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira