Loftslagsstefna Miðflokksins ‒ flytja út mengun Árni Finnsson skrifar 25. janúar 2022 15:30 Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segist sleginn eftir að hafa lesið viðtal við undirritaðan af því að ég – sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – vilji ekki að mengun frá áburðarverksmiðju blási út á Íslandi. Því er fyrst til að svara að áburðarverksmiðja borga sig seint hér á landi fyrir örsmáan markað. Nóg um þá hugmynd. „Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til.“ Segir Þorsteinn heimspekingslega um mín viðhorf. Og bætir við að það sé „[ó]trúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið.“ Ennfremur: „Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið.“ Misskilningur Þorsteins er að mengandi iðnaður hér á landi falli undir hnattrænar loftslagsaðgerðir, sem Ísland verði að taka að sér. Þetta er gömul lumma í loftslagsumræðu hér á landi en slík stefna hefur mér vitanlega hvergi verið rædd á alþjóðavettvangi, að minsta kosti ekki á loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna. Ekki heldur þegar íslensk stjórvöld börðust fyrir undanþágu frá Kyoto-bókuninni. Enda var það bara undanþága, ekki loftslagsaðgerð. Þorsteinn spyr hvort formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi haldið því á lofti á ráðstefnum víða um heim „að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum.“ Hvort ég vilji að mengunin verði einhvers staðar annarstaðar. Svar: Nei, Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað. Lausnin er miklu fremur að orkufrekur iðnaður ‒ ál, stál eða sement – framleiði sínar vörur án þess að blása út gróðurhúsalofttegundum. Álfyrirtæki gera nú tilraunir til að framleiða ál án þess að nota kolarafskaut sem losa koltvísýring við bruna. Í Evrópu hefur stál- og sementsiðnaður lofað bót og betrun. Jafnframt verður að knýja iðjuver með hreinni orku. Hvort heldur það er í Ástralíu, Kína eða Bandaríkjunum. Eða á Íslandi. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Loftslagsmál Tengdar fréttir Flytjum út mengun Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 20. janúar 2022 18:31 Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segist sleginn eftir að hafa lesið viðtal við undirritaðan af því að ég – sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – vilji ekki að mengun frá áburðarverksmiðju blási út á Íslandi. Því er fyrst til að svara að áburðarverksmiðja borga sig seint hér á landi fyrir örsmáan markað. Nóg um þá hugmynd. „Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til.“ Segir Þorsteinn heimspekingslega um mín viðhorf. Og bætir við að það sé „[ó]trúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið.“ Ennfremur: „Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið.“ Misskilningur Þorsteins er að mengandi iðnaður hér á landi falli undir hnattrænar loftslagsaðgerðir, sem Ísland verði að taka að sér. Þetta er gömul lumma í loftslagsumræðu hér á landi en slík stefna hefur mér vitanlega hvergi verið rædd á alþjóðavettvangi, að minsta kosti ekki á loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna. Ekki heldur þegar íslensk stjórvöld börðust fyrir undanþágu frá Kyoto-bókuninni. Enda var það bara undanþága, ekki loftslagsaðgerð. Þorsteinn spyr hvort formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi haldið því á lofti á ráðstefnum víða um heim „að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum.“ Hvort ég vilji að mengunin verði einhvers staðar annarstaðar. Svar: Nei, Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað. Lausnin er miklu fremur að orkufrekur iðnaður ‒ ál, stál eða sement – framleiði sínar vörur án þess að blása út gróðurhúsalofttegundum. Álfyrirtæki gera nú tilraunir til að framleiða ál án þess að nota kolarafskaut sem losa koltvísýring við bruna. Í Evrópu hefur stál- og sementsiðnaður lofað bót og betrun. Jafnframt verður að knýja iðjuver með hreinni orku. Hvort heldur það er í Ástralíu, Kína eða Bandaríkjunum. Eða á Íslandi. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Flytjum út mengun Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 20. janúar 2022 18:31
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar