Seldi Sony allar upptökur sínar Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 22:30 Bob Dylan er einn virtasti tónlistarmaður heims og var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 2016. EPA Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. Samningar milli Dylans og Sony náðust í júlí síðastliðnum en kaupverð hefur ekki verið gefið upp. Tónlistarmiðillinn Billboard metur verðmæti upptökuréttarins á 200 milljónir dollara eða um 26 milljarða króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Árið 2020 seldi Dylan höfundarrétt að öllum lögum og textum sínum til Universal Music, eins helsta keppinautar Sony. Talið er að kaupverðið hafi verið um fimmtíu milljarðar króna. Því er ljóst að Dylan á nóg salt í grautinn. „Columbia Records og Rob Stringer hafa verið mér góð í mjög mörg ár og helling að plötum. Það gleður mig að allar mínar upptökur geti verið áfrm þar sem þær eiga heima,“ sagði Dylan í tilkynningu um söluna en Columbia Records er dótturfyrirtæki Sony Music. „Columbia Records og Bob Dylan hafa átt einstakt samband frá upphafi ferils hans og við erum stollt og spennt að halda áfram að bæta og þróa sextíu ára langa samvinnu okkar,“ sagði Rob Stringer, stjórnarformaður Sony. Þá nýttu samningsaðilar tækifærið og sömdu einnig um framlengingu útgáfusamnings Dylans. Hann hefur lofað „mörgum nýjum útgáfum.“ Því hljóta allir góðir menn að fagna. Tónlist Sony Bandaríkin Tengdar fréttir Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. 24. maí 2021 10:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samningar milli Dylans og Sony náðust í júlí síðastliðnum en kaupverð hefur ekki verið gefið upp. Tónlistarmiðillinn Billboard metur verðmæti upptökuréttarins á 200 milljónir dollara eða um 26 milljarða króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Árið 2020 seldi Dylan höfundarrétt að öllum lögum og textum sínum til Universal Music, eins helsta keppinautar Sony. Talið er að kaupverðið hafi verið um fimmtíu milljarðar króna. Því er ljóst að Dylan á nóg salt í grautinn. „Columbia Records og Rob Stringer hafa verið mér góð í mjög mörg ár og helling að plötum. Það gleður mig að allar mínar upptökur geti verið áfrm þar sem þær eiga heima,“ sagði Dylan í tilkynningu um söluna en Columbia Records er dótturfyrirtæki Sony Music. „Columbia Records og Bob Dylan hafa átt einstakt samband frá upphafi ferils hans og við erum stollt og spennt að halda áfram að bæta og þróa sextíu ára langa samvinnu okkar,“ sagði Rob Stringer, stjórnarformaður Sony. Þá nýttu samningsaðilar tækifærið og sömdu einnig um framlengingu útgáfusamnings Dylans. Hann hefur lofað „mörgum nýjum útgáfum.“ Því hljóta allir góðir menn að fagna.
Tónlist Sony Bandaríkin Tengdar fréttir Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. 24. maí 2021 10:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41
Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. 24. maí 2021 10:03