Sveitarfélögin og íbúalýðræði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 21. janúar 2022 14:01 Virkt íbúalýðræði á að vera ein af grunnstoðum í starfsemi hvers sveitarfélags. Stjórnsýsla sveitarfélaga og ákvarðanir bæjarstjórna eiga að byggja á því. Bæjarstjórn ber því að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að allri stefnumótun og ákvarðanatöku og á ávallt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til íbúasamráðs og þátttöku íbúa. Mikilvægi notenda- og ráðgjafaráða Notenda- og ráðgjafaráð, eins og öldungaráð, ungmennaráð, fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fatlaðs fólks skipa sífellt stærri sess í stjórnsýslu sveitarfélaga. Í Hafnarfirði hafa þessi ráð verið virk og látið gott af sér leiða en nauðsynlegt er að halda áfram að bæta umgjörð þeirra þannig að þeim verði gert kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki enn betur. Skipulagsmál og íbúasamráð Mikilvægi íbúasamráðs í skipulagsmálum verður ekki ofmetið. Virkt samráð við íbúa er forsenda farsællar þróunar byggðar og skipulags sveitarfélaga. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum átta árum í skipulagsmálum Í Hafnarfirði höfum við alltof oft séð þeim klúðrað vegna klaufalegra vinnubragða, hringlanda og skorts á samráði. Þessu verður að breyta. Aukin áhrif íbúa á nærumhverfið Íbúarnir eru sérfræðingar í sínu nærumhverfi. Þess vegna eiga þeir að hafa sem mest um þróun þess að segja. Það stuðlar að betri ákvarðanatöku og ef rétt er á málum haldið getur samráðsferlið skapað betri sátt um ákvarðanirnar. Skoða verður leiðir til þess fjölga möguleikum og tækifærum íbúa til að hafa sem mest áhrif á nærumhverfi sitt. Stóru ákvarðanirnar og íbúakosningar Í stórum ákvörðunum bæjarstjórnar sem varða hagsmuni allra bæjarbúa ber ávallt að meta hvort leita eigi til kjósenda með íbúakosningu. Kjörnum fulltrúum er tamt að verja völd sín en þeir verða að muna að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og þeir eiga óhikað að leita til þeirra í stórum málum. Íbúakosningin um stækkun álversins í Straumsvík er dæmi um velheppnað íbúalýðræði og Samfylkingin átti frumkvæði að því. Á yfirstandandi kjörtímabili hafnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leita til kjósenda um söluna á HS Veitum. Þar var á ferðinni mál þar sem aðkoma kjósenda var nauðsynleg, en meirihlutinn treysti sér ekki í þá vegferð – því miður. Aukum þátttöku íbúa Ávinningurinn af samráðsmenningu innan sveitarfélags er margvíslegur. Slík menning ýtir undir ánægju íbúa og virkari þátttöku þeirra í starfsemi, stefnumótun og ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Það er því til mikils að vinna og með markvissum aðgerðum eigum við hiklaust að stefna að því að leita meira til íbúa og auka þátttöku þeirra í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins. Höfundur er varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og býður sig fram til að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu bæjarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Virkt íbúalýðræði á að vera ein af grunnstoðum í starfsemi hvers sveitarfélags. Stjórnsýsla sveitarfélaga og ákvarðanir bæjarstjórna eiga að byggja á því. Bæjarstjórn ber því að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að allri stefnumótun og ákvarðanatöku og á ávallt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til íbúasamráðs og þátttöku íbúa. Mikilvægi notenda- og ráðgjafaráða Notenda- og ráðgjafaráð, eins og öldungaráð, ungmennaráð, fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fatlaðs fólks skipa sífellt stærri sess í stjórnsýslu sveitarfélaga. Í Hafnarfirði hafa þessi ráð verið virk og látið gott af sér leiða en nauðsynlegt er að halda áfram að bæta umgjörð þeirra þannig að þeim verði gert kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki enn betur. Skipulagsmál og íbúasamráð Mikilvægi íbúasamráðs í skipulagsmálum verður ekki ofmetið. Virkt samráð við íbúa er forsenda farsællar þróunar byggðar og skipulags sveitarfélaga. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum átta árum í skipulagsmálum Í Hafnarfirði höfum við alltof oft séð þeim klúðrað vegna klaufalegra vinnubragða, hringlanda og skorts á samráði. Þessu verður að breyta. Aukin áhrif íbúa á nærumhverfið Íbúarnir eru sérfræðingar í sínu nærumhverfi. Þess vegna eiga þeir að hafa sem mest um þróun þess að segja. Það stuðlar að betri ákvarðanatöku og ef rétt er á málum haldið getur samráðsferlið skapað betri sátt um ákvarðanirnar. Skoða verður leiðir til þess fjölga möguleikum og tækifærum íbúa til að hafa sem mest áhrif á nærumhverfi sitt. Stóru ákvarðanirnar og íbúakosningar Í stórum ákvörðunum bæjarstjórnar sem varða hagsmuni allra bæjarbúa ber ávallt að meta hvort leita eigi til kjósenda með íbúakosningu. Kjörnum fulltrúum er tamt að verja völd sín en þeir verða að muna að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og þeir eiga óhikað að leita til þeirra í stórum málum. Íbúakosningin um stækkun álversins í Straumsvík er dæmi um velheppnað íbúalýðræði og Samfylkingin átti frumkvæði að því. Á yfirstandandi kjörtímabili hafnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leita til kjósenda um söluna á HS Veitum. Þar var á ferðinni mál þar sem aðkoma kjósenda var nauðsynleg, en meirihlutinn treysti sér ekki í þá vegferð – því miður. Aukum þátttöku íbúa Ávinningurinn af samráðsmenningu innan sveitarfélags er margvíslegur. Slík menning ýtir undir ánægju íbúa og virkari þátttöku þeirra í starfsemi, stefnumótun og ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Það er því til mikils að vinna og með markvissum aðgerðum eigum við hiklaust að stefna að því að leita meira til íbúa og auka þátttöku þeirra í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins. Höfundur er varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og býður sig fram til að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu bæjarstjórnarkosningum.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun